Föstudagur 17.janúar 2020
Pressan

Sjómaður gæti hafa fundið fjársjóð að verðmæti 6,7 milljarða – Kemst ekki nærri honum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 06:02

Mynd sem Joe tók af hugsanlegum gullklumpi á hafsbotni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fimm árum fann sjómaðurinn Giuseppe „Joe“ Pennisi, 55 ára, það sem hann telur vera fjársjóð að verðmæti sem nemur um 6,7 milljörðum íslenskra króna. En þessi fundur hans hefur bara verið honum og fjölskyldu hans til vandræða.

Þetta sagði hann í samtali við TV2. Fram kemur að Joe, sem býr í San Francisco í Kaliforníu, hafi haldið þessu leyndu öll þessi ár og hafi aðeins hans nánustu, lögmenn hans og nokkrir sérfræðingar í fjársjóðsleit vitað um það sem hann fann á hafsbotni.

Joe sækir sjóinn til að reyna að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Dag einn var hann að veiða á línu þegar hún festist. Hann var með myndavél á línunni til að kanna hvernig fiskarnir hegðuðu sér í kringum hana. En hann sá svolítið annað, eitthvað sem líkist gulli. Að vonum var hann ánægður með þetta og sá fyrir sér að geta tryggt börnum sínum góða framtíð.

„Það er erfitt að segja hvort þetta er gull en flestir þeir sem vita hvernig gull lítur út ofan í vatni telja mjög líklegt að þetta sé gull.“

Sagði hann í samtali við TV2.

San Francisco Chronicel hefur reynt að komast að hvort um gull er að ræða og hversu mikils virði það er þá. Rætt hefur verið við sérfræðinga á þessu sviði. Fram kom að tveir fornleifafræðingar telja að um gull sé að ræða og að það sé að verðmæti 55 milljóna dollara. Ein gullstöng, eins og Joe sá er að, verðmæti 1,8 milljóna dollara.

Vitað er að 463 skipsflök eru á þessu svæði en sérfræðingar telja að mörg hundruð skip til viðbótar gætu hafa sokkið þarna.

En þar sem það sem Joe fann er á vernduðu hafsvæði fær hann ekki einu sinni að senda kafara niður til að kanna hafsbotninn. Brot á því banni varðar dagsektum upp á 100.000 dollara. Joe segir að málið hafi ekki gert annað en að valda honum hugarangri og vanda og nú hafi hann gefið upp alla von um að komast yfir fjársjóðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Morðinginn Peter Madsen genginn í hjónaband

Morðinginn Peter Madsen genginn í hjónaband
Pressan
Í gær

Ert þú að leita að góðum megrunarkúr? Þá skaltu ekki velja þennan segir næringarfræðingur

Ert þú að leita að góðum megrunarkúr? Þá skaltu ekki velja þennan segir næringarfræðingur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðamæringur gefur peninga á Twitter

Milljarðamæringur gefur peninga á Twitter
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gróðureldarnir í Ástralíu eru forsmekkurinn af því sem koma skal

Gróðureldarnir í Ástralíu eru forsmekkurinn af því sem koma skal