fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Pressan

Gríðarleg auglýsingaherferð í ríkjum þar sem Trump stendur verst að vígi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 19:00

Líkar fólki ekki við Trump?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamógúllinn, milljarðamæringurinn og fyrrum borgarstjóri í New York, Michael Bloomberg, ætlar að nota 100 milljónir dollara af auðæfum sínum í að reyna að koma í veg fyrir að Donald Trump nái endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári. Hann ætlar að standa fyrir gríðarlegum auglýsingaherferðum í Arizona, Michigan, Pennsylvania og Wisconsin.

Auglýsingaherferðin hófst á laugardaginn og á að halda áfram fram á vor. Markmiðið er að fá kjósendur í ríkjunum fjórum, Trump sigraði í þeim öllum í kosningunum 2016, til að snúa baki við honum. Það er ekki tilviljun að einmitt þessi ríki verða fyrir valinu því skoðanakannanir sýna að staða Trump er veik í þeim öllum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bloomberg, sem er 77 ára og níundi ríkasti maður heims, styður demókrata í kosningum. Á síðasta ári lagði hann flokknum til margar milljónir dollara í þingkosningunum.

Ýmislegt bendir til að Bloomberg, sem var borgarstjóri í New York frá 2002 til 2013, ætli sér sjálfur að taka slaginn í forvali demókrata. Hann skráði sig í flokkinn í október og nýlega skilaði hann inn umsókn í Alabama um að verða heimilað að taka þátt í forkosningum flokksins. Hann hefur einnig tryggt sér pláss á kjörseðlinum í Arkansas en hann hefur ekki enn tilkynnt opinberlega hvort hann ætli að bjóða sig fram í öðrum ríkjum.

Howard Wolfson, ráðgjafi hans, sagði nýlega við CNN að ef Bloomberg býður sig opinberlega fram muni það ekki vera í þeim fjórum ríkjum sem forkosningar fara fram í í febrúar.

„Við erum sannfærð um að við getum sigrað í ríkjunum sem halda kosningar frá „Ofurþriðjudeginum“ og síðar. En það að við tilkynnum framboð svo seint þýðir að margir frambjóðendur munu hafa mikið forskot.“

Sagði hann og vísar þar til ríkjanna sem halda forkosningar þriðjudaginn 3. mars.

Hugsanlegt framboð Bloomberg og fjárveiting hans í auglýsingar gegn Trump koma á sama tíma og vaxandi áhyggjur eru innan demókrataflokksins þar sem fólk óttast að Trump, sem hefur sjálfur sett mikið fé í auglýsingaherferðir, muni ná góðri fótfestu í þeim ríkjum þar sem fylgið sveiflast á milli flokkanna á meðan demókratar eru sjálfir að leita að sínum frambjóðanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Rúmlega 100 látnir í Líbanon og 4.000 særðir – „Við erum vitni að miklum hörmungum“

Rúmlega 100 látnir í Líbanon og 4.000 særðir – „Við erum vitni að miklum hörmungum“
Pressan
Í gær

Gamalt viðtal við Díönu prinsessu vekur athygli – Setti fram athyglisverða skoðun

Gamalt viðtal við Díönu prinsessu vekur athygli – Setti fram athyglisverða skoðun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var talinn hafa verið myrtur árið 2015: Fannst sprellifandi fimm árum síðar

Var talinn hafa verið myrtur árið 2015: Fannst sprellifandi fimm árum síðar
Fyrir 5 dögum

Hættuleg aðgerð – betur fór en á horfðist

Hættuleg aðgerð – betur fór en á horfðist