Föstudagur 13.desember 2019
Pressan

1.600 skammbyssur norska hersins eru týndar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. nóvember 2019 07:59

Byssur sem lögreglan hefur lagt hald á. Mynd: Norska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan segir að her landsins viti ekki hvar 1.600 Colt-skammbyssur eru. Vitað er að hluti þeirra er í höndum glæpamanna og safnara. Lögreglan hefur fundið 57 byssur og hluta úr 50. En ekki er vitað hvort og þá hvað margar af þeim tæplega 1.500 skammbyssum sem út af standa eru í höndum fólks.

VG skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglan hafi fundið hlaðna skammbyssu heima hjá 48 ára afbrotamanni í Skien. Í kjölfarið var farið að kanna vopnaskrá hersins. Í ljós kom að skammbyssan sem hann var með átti að hafa verið eyðilögð 2008 en það hafði greinilega ekki gengið eftir. Í samtali við VG sagðist hann hafa greitt 7.000 norskar krónur fyrir byssuna.

Lögreglan hóf að rannsaka mál tengd byssunum fyrir fjórum árum og varð fljótt ljóst að um umfangsmikið mál var að ræða. Í tengslum við rannsóknina hefur lögreglan komið upp um mörg ólögleg vopnaviðskipti og meðferð og vörslu ólöglegra vopna.

Talsmaður lögreglunnar segir að komið hafi í ljós að herinn hafi ekki verið með nægilega traustar reglur um meðferð vopna þegar á að eyðileggja þau. Safnarar og byssusalar hafi nýtt sér glufur og veikleika í meðferð slíkra mála hjá bæði hernum og lögreglunni.

Lögreglan telur að herinn hafi tekið vopnin og geymt í staðinn fyrir að eyðileggja þau en þau á að eyðileggja með því að rífa þau í tætlur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Telja að bílslys hafi verið kaldrifjað morð á vegum KBG

Telja að bílslys hafi verið kaldrifjað morð á vegum KBG
Pressan
Í gær

Mögnuð uppgötvun – Svo stórt að það á ekki að geta verið til

Mögnuð uppgötvun – Svo stórt að það á ekki að geta verið til
Pressan
Í gær

Moldríkt par var myrt í lúxusíbúðinni – Lögreglan hefur nú opinberað myndir af hræðilegum morðvettvanginum

Moldríkt par var myrt í lúxusíbúðinni – Lögreglan hefur nú opinberað myndir af hræðilegum morðvettvanginum
Pressan
Í gær

Hversu lengi nýtur forseti Mexíkó stuðnings þjóðarinnar?

Hversu lengi nýtur forseti Mexíkó stuðnings þjóðarinnar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástralir vilja hætta við flugeldasýningu á gamlárskvöld og gefa bændum og slökkviliðsmönnum peningana

Ástralir vilja hætta við flugeldasýningu á gamlárskvöld og gefa bændum og slökkviliðsmönnum peningana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings