Aðeins degi eftir að tökum á myndinni lauk var hún handtekin grunuð um að hafa skotið frænda sinn, hinn 63 ára Shane More, til bana. Morðið átti sér stað 2016 að sögn Mail Tribune. Í kjölfarið var Tucker handtekin. Hún hélt því fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða og var látin laus gegn tryggingu.
Skömmu síðar hófust tökur á fyrrnefndri hryllingsmynd. Á þeim fimm mánuðum sem tökur hennar stóðu yfir vann lögreglan að rannsókn morðsins. Hún fann upptöku í farsíma sem sýnir Tucker skjóta frænda sinn aðeins 10 sekúndum eftir að hann kom heim til ömmu hennar í Oregon en þar stóðu heitar fjölskyldudeilur yfir. Á upptökunni heyrist Tucker öskra og bölva þegar hún áttar sig á að frændinn lést ekki strax af áverkum sínum.
„Það var næstum eins og hún væri fúl yfir að hann væri ekki dáinn. Í mínum augum var þetta afgerandi sönnun.“
Sagði Lisa Greif dómari í Jackson County samkvæmt frétt Oregon Live.
Í kjölfar þess að myndbandið fannst fór rannsóknin í nýjan farveg þar sem Tucker er grunuð um morð að yfirlögðu ráði. Hún situr í gæsluvarðhaldi án möguleika á að vera látin laus gegn tryggingu. Mál hennar verður tekið fyrir dóm í desember.
Málið er í sjálfu sér nægilega skelfilegt eitt og sér en það bætir ekki úr skák að í myndinni leikur Tucker konu sem skýtur manneskju til bana. Framleiðendur myndarinnar hafa beðist afsökunar á þessu óheppilega vali á aðalleikkonu.