fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Gamla konan verður milljónamæringur – Meistaraverkið hékk fyrir framan hana árum saman

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. október 2019 05:30

Annað málverk eftir Ciambue. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta sumar kom kona, sem starfar sem sérfræðingur hjá uppboðshúsi í Senlis í Frakklandi, heim til eldri konu í bænum. Hún býr í húsi frá sjötta áratugnum. Hún hafði beðið uppboðshúsið að meta hvort einhver verðmæti væri að finna á heimilinu því hún ætlaði að fara að flytja en hún er á níræðisaldri.

„Ég hafði viku til að setja sérfræðimat mitt á innbúinu fram því síðan átti að tæma húsið og allt færi á ruslahaugana.“

Sagði sérfræðingurinn, Philoméne Wolf, í samtali við Le Parisien.

Um leið og hún kom inn í húsið sá hún málverk sem hékk í eldhúsinu, yfir eldavélinni að sögn The Guardian. Málverkið er ekki bara eitthvað málverk, heldur málverk eftir Ítalann Cimabue og er það talið vera frá 1280. Konan og fjölskylda hennar töldu að um gamalt rússneskt málverk væri að ræða en það sýnir þjáningar Krists.

En málverkið er ekki rússneskt og það er svo sannarlega einhvers virði því það er metið á sem nemur rúmlega 800 milljónum íslenskra króna. Það verður selt á uppboði í lok október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið