fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Ný sönnunargögn í máli alræmdasta morðinga Bretlands – Gæti losnað úr fangelsi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. október 2019 18:00

Jeremy Bamber

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmenn Jeremy Bamber, sem afplánar lífstíðarfangelsisdóm, segjast vera með ný sönnunargögn undir höndum um mál Bamber. Þessi gögn ætla þeir að senda endurupptökunefnd á næstunni í þeirri von að Bamber verði látinn laus úr fangelsi. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir 33 árum fyrir að hafa skotið foreldra sína, systur og tvíburasyni hennar til bana í ágúst 1985.

Samkvæmt frétt Daily Mirror segjast lögmennirnir hafa grafið upp símagögn sem sýni að Bamber var ekki heima þegar fjölskyldan var skotin til bana. Þeir segjast hafa fundið lögregluskýrslu þar sem vísað er í símtal, sem Bamber hringdi, þegar fjölskyldan var myrt. Þetta sanni að hann hafi ekki verið á morðvettvangi. Lögmennirnir telja að þetta nægi til að fara fram á að mál Bamber verði tekið fyrir á nýjan leik hjá dómstólum.

Nýju gögnin eru sögð styðja framburð Bamber um að lögreglunni hafi borist tvö símtöl þessa örlagaríku nótt. Annað frá föður hans og hitt frá Bamber sem hringdi eftir að faðir hans hafði hringt í hann og sagt honum að systir hans, Sheila Caffel, væri „orðin brjáluð“.

Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma, sérstaklega þar sem systirin sem lést var þekkt fyrirsæta.

Sky segir að fyrir dómi hafi komið fram að eina símtalið sem lögreglunni barst hafi verið klukkan 03.26 og það hafi verið frá vettvangi voðaverksins. Skýrslan, sem lögmennirnir hafa grafið upp, segir að annað símtal hafi borist frá Bamber sjálfum klukkan 03.27. Lögmennirnir segja þetta styðja þá kenningu að einhver annar en Bamber hafi myrt fjölskylduna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?