fbpx
Miðvikudagur 15.júlí 2020
Pressan

Samsæriskenningasmiður þarf að borga 56 milljónir króna

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 17. október 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kviðdómur í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur fellt þann úrskurð að James Fetzer, einn þeirra sem neitað hafa því að fjöldamorðin í Sandy Hook-barnaskólanum áttu sér stað, þurfi að greiða föður sex ára pilts sem lést í skólanum 450 þúsund dali, jafnvirði 56 milljóna króna.

Byssumaður myrti 26, þar af fjölmörg ung börn, í skólanum í Newtown í Connecticut þann 14. desember 2012. Einn þeirra sem lést var Noah Pozner, sex ára sonur Leonard Pozner.

Fetzer þessi hélt því fram að atburðarásin í skólanum hefði verið sviðsett og skrifaði hann, ásamt Mike Palacek, bók sem bar heitið: Nobody Died at Sandy Hook. Í bókinni reyndu þeir að færa rök fyrir því að atburðarásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett af ríkisstjórn Baracks Obama til að herða byssulöggjöfina í Bandaríkjunum.

Leonard Pozner höfðaði mál í kjölfarið en í bókinni var því meðal annars haldið fram að hann hefði falsað dánarvottorð sonar síns. Pozner hefur barist hatrammlega gegn þeim sem hafa afneitað atburðarásinni í Sandy Hook og hefur hann þurft að gjalda það dýru verði. Samsæriskenningasmiðir hafa hótað honum lífláti, hann sagður vera leikari og því haldið fram að sonur hans hafi aldrei verið til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Krufningar á COVID-19 sjúklingum afhjúpa hryllilega staðreynd

Krufningar á COVID-19 sjúklingum afhjúpa hryllilega staðreynd
Pressan
Í gær

Giftu sig í miðjum kórónuveirufaraldri – Nú er brúðguminn dáinn og 100 gestir smitaðir

Giftu sig í miðjum kórónuveirufaraldri – Nú er brúðguminn dáinn og 100 gestir smitaðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leituðu að mannabeinum í Tiger King-garðinum

Leituðu að mannabeinum í Tiger King-garðinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lagt hald á kókaín, skartgripi og 13 milljónir punda í „feluboxum“ flutningabíla.

Lagt hald á kókaín, skartgripi og 13 milljónir punda í „feluboxum“ flutningabíla.
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögulegur samningur – Fær 503 milljónir dollara fyrir 10 ára samning

Sögulegur samningur – Fær 503 milljónir dollara fyrir 10 ára samning
Fyrir 4 dögum

Mest af laxi í Leirvogsá fyrir neðan brú

Mest af laxi í Leirvogsá fyrir neðan brú
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neil Young er ósáttur við tónlistarval Donald Trump

Neil Young er ósáttur við tónlistarval Donald Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Áratugagömul ummæli urðu yfirmanni hjá Boeing að falli

Áratugagömul ummæli urðu yfirmanni hjá Boeing að falli