fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Systkinarígur án hliðstæðu – Hann brjálaðist yfir arfi bróður síns – Hefndi sín á illkvittinn hátt

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 16. október 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur vissulega oft verið spenna á milli systkina – svokallaður systkinarígur. Maður í Beirút í Líbanon hefur hins vegar fært hugtakið um systkinaríg upp á hærra og talsvert illkvittnara plan.

Maðurinn varð brjálaður þegar að bróðir hans erfði fjölskyldulandið og byggði heimili sitt á landinu. Maðurinn ákvað að taka til sinna ráða og hefna sín – hann byggði eins mjótt hús og hann gat fyrir framan hús bróður síns. Hugsunin var ekki að þeir bræðurnir yrðu nágrannar og myndu grafa stríðsöxina. Maðurinn byggði húsið til að eyðileggja fallegt útsýni bróðurins yfir sjóinn.

Hús að nafni Óvild

Íbúar á Manara-svæðinu, þar sem mjóa húsið stendur, segja þessa sögu oft, en húsið var byggt í kringum árið 1950 í skugga deilna bræðranna. Hægt er að búa í mjóa húsinu, þó plássið sé þröngt, en byggingin varð til þess að upprunalega hús bróðursins hrundi í verðgildi. Til að bæta gráu ofan á svart skýrði maðurinn húsið Al Ba’sa sem þýðir óvild á arabísku.

Það er arkítektinn Sandra Rishani sem deilir sögu hússins á vefsíðunni Jadaliyya, en Sandra var beðin um að kynna sér Manara-svæðið fyrir bók sem hún er með í smíðum. Í skrifum sínum segir hún að mjóa húsið sé fjórtán metra hátt en varla breiðara en einn metri. Hún heillaðist af húsinu og grennslaðist frekar fyrir um það hjá dyraverði í húsi við hliðina.

„Já, ég veit, þetta er rosalegt, sagði hann áður en ég náði að ljúka við spurninguna. „Þetta er veggur. En fólk bjó þarna einu sinni“.“

Samkvæmt upplýsingum Söndru hýsti húsið seinna hóruhús og varð síðan að flóttamannabúðum. Samkvæmt hennar mælingum er byggingin breiðust um fjórir metrar og mjóust um sextíu sentímetrar. Á hverri hæð eru tvær íbúðir. Það er svo kaldhæðnislegt að tveir bræður sáu um að byggja húsið, þeir Salah og Fawzi Itani.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið