Þriðjudagur 19.nóvember 2019
Pressan

Óvænt skilaboð biðu í heimabankanum eftir að veskið týndist

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 16. október 2019 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Tim Cameron týndi veskinu sínu á leiðinni heim úr vinnu í London á mánudag átti hann ekki von á að endurheimta það. Ekki var að finna miklar persónulegar upplýsingar í veskinu – kannski sem betur fer.

Óhætt er að segja að Tim hafi brugðið í brún þegar honum var litið inn á heimabanka sinn síðdegis á mánudag. Þar sá hann nokkrar millifærslur inn á reikning sinn sem hver var upp á eitt pens. Með hverri millifærslu er hægt að senda 18 stafa skilaboð til móttakenda sem sá er millifærði nýtti sér.

Skilaboðin voru svona:

1. HI. I FOUND YOUR
2. WALLET IN THE ROAD
3. *SÍMANÚMER*
4. TEXT OR CALL!

Tim hringdi í númerið sem viðkomandi gaf upp og það reyndist vera hjá manni að nafni Simon sem hafði fundið veskið úti á götu. Simon gat ekki með nokkru móti fundið út hver ætti veskið nema með því að senda honum skilaboð í gegnum heimabankann.

Það er skemmst frá því að segja að Tim skellti sér á reiðhjólið og hjólaði heim til Simon og fékk veskið afhent aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bestu háskólar heims slást um níu ára dreng – Vilja að hann taki doktorsgráðu hjá þeim

Bestu háskólar heims slást um níu ára dreng – Vilja að hann taki doktorsgráðu hjá þeim
Pressan
Í gær

1.600 skammbyssur norska hersins eru týndar

1.600 skammbyssur norska hersins eru týndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann var í fyrirsvari fyrir innleiðingu laga um framhjáhald – Fékk að bragða á eigin meðali

Hann var í fyrirsvari fyrir innleiðingu laga um framhjáhald – Fékk að bragða á eigin meðali
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nærri dauða en lífi eftir að hafa stundað kynlíf með eiginmanninum

Nærri dauða en lífi eftir að hafa stundað kynlíf með eiginmanninum