Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Pressan

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. október 2019 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. ágúst 1951 rann fyrsta eintakið af Toyota Land Cruiser af færibandi Toyotaverksmiðjunnar. Þetta reyndist vera upphafið að því sem margir segja best heppnaða bíl Toyota frá upphafi. Bílarnir hafa selst vel á þeim 68 árum sem eru liðin frá því að sá fyrsti rann af færibandinu. Þann 31. ágúst á þessu ári náðist sögulegur áfangi en þá var búið að framleiða 10 milljónir eintaka af þessari tegund.

Flestir hafa eflaust séð Land Cruiser á götum hér á landi en þeir sjást einnig oft í sjónvarpinu því bílarnir eru til dæmis notaðir af Sameinuðu þjóðunum og Rauða krossinum. Sérsveitir lögreglu nota þá oft og þeir eru notaðir í eyðimörkum og til ferðalaga á heimskautunum.

Það má því kannski segja að Land Cruiser sé orðinn einhverskonar goðsögn í bílaheiminum.

Bíllinn hefur að vonum breyst í gegnum tíðina og verið aðlagaður kröfum nýrra kynslóða en án þess að dregið hafi verið úr aksturseiginleikum hans og nytsemi við margvíslegar aðstæður.

Í upphafi voru aðeins 100 bílar fluttir frá Japan árlega en 1965 var fjöldinn kominn yfir 10.000 á ári. Í dag eru Land Cruiser bílar seldir í 170 löndum og seljast um 400.000 bílar árlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Lögreglumennirnir trúðu ekki eigin augum þegar þeir kíktu í IKEA-pokann

Lögreglumennirnir trúðu ekki eigin augum þegar þeir kíktu í IKEA-pokann
Pressan
Í gær

Ákærður fyrir að nauðga 91 árs konu – „Þetta var bara hrein ást“

Ákærður fyrir að nauðga 91 árs konu – „Þetta var bara hrein ást“
Fyrir 2 dögum

Bara hóflega veitt

Bara hóflega veitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hræðilegar vendingar í máli Madeleine McCann: „Mamma og pabbi eru nær mér en ég hélt“

Hræðilegar vendingar í máli Madeleine McCann: „Mamma og pabbi eru nær mér en ég hélt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alex trúði ekki eigin augum þegar hann sá hvað leigusalinn hafði gert

Alex trúði ekki eigin augum þegar hann sá hvað leigusalinn hafði gert
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útsendari FBI hvarf árið 2007 – Nú eru komnar nýjar upplýsingar í málinu

Útsendari FBI hvarf árið 2007 – Nú eru komnar nýjar upplýsingar í málinu