fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Tveggja ára stúlka fær ekki leikskólapláss vegna útlits síns

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. október 2019 05:31

Sofya. Skjáskot:YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sofya Zakharova er aðeins tveggja ára og því einungis lítið saklaust barn. Hún hefur verið í kastljósi fjölmiðla að undanförnu eftir að henni var neitað um leikskólapláss vegna útlits hennar. Hún fæddist með afmyndaða höfuðkúpu og samvaxna fingur og tær. Foreldrar hennar fengu að vita að hún gæti hrætt hin börnin og því fengi hún ekki pláss. Þetta var mat lækna.

The Daily Mail skýrir frá þessu. Stjórnendur leikskólans sögðu foreldrunum að Sofya fengi ekki pláss fyrr en hún væri búin að fara í aðgerð þar sem höfuðkúpa hennar og fingur og tær yrðu lagaðar.

Foreldrar hennar, sem búa í Rússlandi, eru nú að reyna að safna fyrir aðgerðinni en þau eru láglaunafólk. Sérfræðingar hafa áhyggjur af velferð Sofya því hún læri ekki að umgangast börn á sínum aldri af því að hún fær ekki leikskólapláss.

Góðgerðarfélög hafa tekið málið upp á sína arma en hefur ekki orðið ágengt við að tryggja Sofya leikskólapláss. Lögreglan hefur nú skorist í málið og ætlar að rannsaka hvort neita megi henni um leikskólapláss vegna útlits hennar.

https://youtu.be/mffRkzsa2f4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið