fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Lögreglumaður ákærður fyrir að dreifa myndum af kynfærum handtekinnar konu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 16:30

FBI sendi klámviðvörun frá sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl 2017 stöðvaði lögreglumaður akstur konu til að kanna hvort hún væri undir áhrifum fíkniefna. Konan var ekki tilbúin til að láta nauðsynleg sýni í té og var því handtekin. Í tengslum við handtökuna lagði lögreglumaðurinn hald á farsíma hennar og fleiri persónulega muni.

Þetta gerðist í Sidney í Ástralíu. Lögreglumaðurinn, Steven Albee, skoðaði myndir í síma konunnar og fann þar myndir af kynfærum hennar og unnusta hennar. Þetta fannst honum að vinnufélagar hans þyrftu líka að sjá. Hann deildi myndunum því í lokuðum Facebookhópi hans og fjögurra vinnufélaga hans.

En málið spurðist út og barst til eyrna yfirmanna lögreglunnar og þá fór boltinn að rúlla og málið var rannsakað.

Þetta endaði með að Albee lét af störfum hjá lögreglunni og ákæra var gefin út á hendur honum. Réttarhöldunum er nýlokið og játaði Albee sök að sögn Sydney Morning Herald.

Dómur verður kveðinn upp 12. febrúar. Albee á eins árs fangelsi yfir höfði sér sem og háa fjársekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni