fbpx
Miðvikudagur 23.október 2019  |
Pressan

Nýtt hneykslismál hjá Boris Johnson – Dældi fé úr borgarsjóði í fyrirtæki vinkonu sinnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. september 2019 07:40

Boris Johnson virðist vera viðriðinn vafasamt mál.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt hneykslismál virðist vera í uppsiglingu hjá Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. The Sunday Times segir að þegar hann var borgarstjóri í Lundúnum hafi hann greitt 126.000 pund til bandarísks fyrirtækis í eigu Jennifer Arcuri en sleppt því að geta þess að þau væru góðir vinir. Auk þess fékk Arcuri að taka þátt í þremur viðskiptaferðum undir forystu Johnson án þess að fram kæmi að þau væru vinir.

The Guardian segir að talsmenn ríkisstjórnar Johnson vilji ekki tjá sig um málið. Hjá Verkamannaflokknum er fólk ekki sátt við þetta og krefst skýringa frá Johnson. John Trickett, hjá Verkamannaflokknum, sagði í samtali við The Sunday Times að almenningur eigi rétt á að vita hvernig og af hverju þessir peningar voru notaðir í þágu vinar Johnson. Þessu máli verði ekki sópað undir teppið. Það snúist um leiðtoga þjóðarinnar sem virðist telja að hann geti komist upp með allt.

Blaðið segir að fyrirtæki Arcuri, Innotech, hafi fengið 10.000 pund í styrk frá skrifstofu borgarstjóra 2013. Ári seinna fékk fyrirtækið 15.000 pund frá áætlun sem átti að hvetja erlenda frumkvöðla til dáða í Bretlandi. Boris Johnson var borgarstjóri í Lundúnum frá 2008 til 2016 fyrir Íhaldsflokkinn.

Hann er ekki óvanur hneykslismálum. 1988 var hann rekinn úr starfi blaðamanns hjá The Times fyrir að skálda tilvitnanir. 2018 lenti hann í töluverðu mótlæti þegar hann líkti konum, sem klæðast niqab og búrkum, við póstkassa. Í júní voru birtar upptökur af háværum deilum hans og unnustu hans, Carrie Symonds, og vöktu þær mikla athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tilraunaborg – 125 fá gefins pening á hverjum mánuði: „Fólk heldur að þeir sem fái þessa peninga vinni ekki”

Hin fullkomna tilraunaborg – 125 fá gefins pening á hverjum mánuði: „Fólk heldur að þeir sem fái þessa peninga vinni ekki”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var í sólbaði þegar maðurinn lét vatnsflösku í sandinn: Fékk áfall þegar hún sá hvað leyndist í flöskunni

Var í sólbaði þegar maðurinn lét vatnsflösku í sandinn: Fékk áfall þegar hún sá hvað leyndist í flöskunni