fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Pressan

Svarthol í Vetrarbrautinni fer mikinn – Étur efni með áður óþekktri matarlyst

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. september 2019 22:00

Svarthol.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í miðju Vetrarbrautarinnar er gríðarlega massakið svarthol sem nefnist Sagittarius A. Vísindamenn hafa undanfarið tekið eftir að svartholið er farið að gleypa meira og meira af nærliggjandi efni en áður. Þeir hafa aldrei séð neitt þessu líkt í þau 24 ár sem þeir hafa fylgst með svartholinu.

Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar vísindamannanna en hún hefur verið birt í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters. The Guardian hefur eftir Andreas Ghez, prófessor í eðlisfræði og stjörnufræði við Kaliforníuháskóla, að vísindamenn hafi aldrei séð neitt þessu líkt í þau 24 ár sem þeir hafa fylgst með og rannsakað svartholið.

„Venjulega er þetta frekar rólegt, svarthol í megrun. Við höfum ekki hugmynd um hvað veldur þessari veislumáltíð.“

Svarthol eru gerð úr svo samanþjöppuðu efni að þyngdaraflið verður gríðarlegt í kringum þau. Ljós getur ekki einu sinni sloppið frá þeim og allt sem kemur of nálægt þeim sogast inn í þau.

Það þarf þó ekki að hafa áhyggjur af að Sagittarius A muni gleypa jörðina okkar á næstunni því svartholið er í um 26.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Talið er að í mörgum vetrarbrautum séu ofurmassamikil svarthol í miðjunni og Vetrarbrautin er þar engin undantekning. Stjörnufræðingar hafa notað stóra sjónauka í Chile og á Hawaii við rannsóknir á Sagittarius A. CNN segir að frá 2003 hafi rúmlega 13.000 athuganir verið gerðar á svartholinu á 133 nóttum. Einnig hafa vísindamenn farið í gegnum gamlar rannsóknir á svartholinu með nýrri tækni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skaut barnabókahöfund og lést við flótta undan lögreglu

Skaut barnabókahöfund og lést við flótta undan lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan þrengir að Tom Hagen – Leitar til dómstóla

Lögreglan þrengir að Tom Hagen – Leitar til dómstóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

19 fangar eru látnir úr COVID-19 og rúmlega helmingur smitaður í San Quentin-fangelsinu

19 fangar eru látnir úr COVID-19 og rúmlega helmingur smitaður í San Quentin-fangelsinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir