fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Pressan

Þetta er maðurinn sem hrinti átta ára dreng fyrir járnbrautarlest í Frankfurt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og við greindum frá í gær átti hryllilegur atburður sér stað á aðallestarstöðinni í Frankfurt á mánudagsmorgun er maður hrinti móður og átta ára gömlum syni hennar á lestarteina er járnbrautarlest brunaði inn á stöðina, með þeim afleiðingum að móðirin slasaðist en drengurinn lét lífið. Maðurinn reyndi að hrinda fleiri farþegum fyrir lest en flýði síðan af vettvangi. Almennir borgarar eltu hann út úr lestarstöðinni, handsömuðu hann skammt frá og héldu honum þar til lögregla koma á vettvang.

Þegar kvisaðist út í gær að gerandinn væri frá Afríkuríki hófust þegar umræður um að hér hefði átt sér stað hatursglæpur af hálfu ofsatrúaðs múslima. Vildu einnig margir meina að maðurinn væri hælisleitandi. Hér virðist hafa verið hrapað nokkuð að ályktunum. Maðurinn er fertugur heimilisfaðir, hann er vissulega frá afríkuríkinu Eritreu en hann hefur búið í Sviss allar götur frá árinu 2006. Maðurinn heitir Habte Araya. Samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Sviss hefur maðurinn verið undir handleiðslu geðlækna það sem af er þessu ári. Algjörlega er óvíst að málið hafi nokkuð með trúarofstæki eða kynþáttahatur að gera en ljóst er að morðinginn á við geðræn vandamál að stríða.

Bild greindi frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“