fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Ítalskur ólympíusundkappi bjargaði nýgiftum manni frá drukknun

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. júlí 2019 18:00

Filippo Magnini. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú syndir aðeins of langt frá ströndinni er gott að hafa fyrrverandi keppanda í sundi á Ólympíuleikum nærri. Hinn nýgifti Andrea Benedetto var við það að drukkna við strendur Sardiníu á sunnudag þegar ítalski sundkappinn, Filippo Magnini, stakk sér til sunds til að bjarga honum. Magnini, sem er fyrrverandi heimsmeistari stakk sér til sunds eftir að félagar Andrea Benedetto kölluðu á hjálp.

Magnini hélt Bendetto á floti þar til strandverðir komu til hjálpar. „Ég gerði bara það sem þurfti að gera“, sagði sundkappinn. Andrea Benedetto, sem er 45 ára, hafði giftst unnusta sínum tveimur dögum áður í athöfn í bænum Cagliari.

Vinur hjónanna, sem einnig er blaðamaður BBC varð vitni að atburðinum. Parið flaut um á uppblásnum einhyrningi þegar Benedetto datt í sjóinn, sem var kaldari en hann hafði búist við, og gat hann sig hvergi hrært sökum sjúkdóms.

Vindurinn feykti einhyrningum í burtu og maður Benedetto barðist við að halda manni sínum á floti. Strandverðir heyrðu vini hjónanna kalla á hjálp og flýttu sér af stað. En hinn 37 ára gamli Magnini, var nær og var fljótur að synda til mannsins.

„Maðurinn var í vanda staddur, hann var hræddur, hann gat ekki hreyft sig og hafði gleypt töluvert af sjó“, sagði Magnini. „Þegar ég kom til hans gat hann ekki einu sinni talað“.

Herra Benedetto var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann komst fljótlega til meðvitundar. Hann vonast til að geta þakkað Magnini persónulea fyrir björgunina.

Magnini var í boðsundsliði Ítala í 4 sinnum 200 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Hann var einnig heimsmeitari í 100 metra skriðsundi árið 2005 og hélt titlinum árið 2007 þegar hann og kanadíski sundmaðurinn Brent Hayden deildu gullinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“