fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Segir fjölda barna í lífshættu – „Börnin voru fljót að lýsa því hversu svakalega svöng þau voru“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 25. júní 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Democracy Now var talað við lagaprófessorinn Warren Binford en hún heimsótti Clint-landamæramiðstöðina, en hún er nálægt borginni El Paso í Texas-fylki, Bandaríkjunum.

Warren lýsir ömurlegum aðstæðum, þá sérstaklega aðstæðum barna, en stöðin er ætluð fullorðnum. Stöðin er einungis ætluð 141 manns en Warren ásamt föruneyti sínu komst að því að þar væru meira en 350 börn, mörg þeirra mjög ung.

Í lýsingu á börnunum segir Warren að þau hafi verið, veik, kvefuð og virkilega skítug. „Börnin voru fljót að lýsa því hversu svakalega svöng þau voru og þau sögðu okkur að þau fengu ekkert nema sömu þrjár máltíðirnar þrisvar á dag,“

Í morgunmat fá krakkarnir pakka-hafragraut, í hádegismat fá þau pakka-súpu og í kvöldmat fá þau frosin burrito sem er gjarnan illa eldaður. Öllum máltíðunum fylgdi Kool-Aid og smákaka, en Warren greinir frá því.

Börnin eru lokuð í klefum í allan sólarhringinn, þar eru oft opin klósett og engin sápa eða aðstaða til að þvo sér um hendur.

Sum barnanna eru látin sofa á köldu steinsteypu-gólfi vegna skorts á rúmum og dýnum. En dýnur voru teknar af sumum barnanna í refsingarskyni þegar eitt þeirra týndi lúsakambi sem þau áttu að deila.

Warren segir að ekki sé neinn vafi á því að mörg barnanna séu í lífshættu og segist viss um að einhver þeirra muni deyja.

Hér að neðan má sjá viðtalið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“