fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Trump telur sig vita hver stóð í raun og veru á bak við árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 20:00

Trump telur sig vita hvers stóð á bak við árásirnar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 3.000 manns létust í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin þann 11. september 2001. Dagurinn er einn sá svartasti í sögu Bandaríkjanna en þá var tveimur flugvélum flogið inn í World Trade Center turnana í New York, þriðju vélinni var flogið á Pentagon og sú fjórða hrapaði til jarðar í Pennsylvania eftir að farþegarnir veittu flugræningjunum mótspyrnu. Al-kaída hryðjuverkasamtökin, með Osama bin Laden í fararbroddi, lýstu ódæðisverkunum á hendur sér. Bin Laden var síðan drepinn af bandarískum sérsveitarmönnum í Pakistan 2011. Nú segist Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vita hver stóð á bak við árásirnar.

Samkvæmt frétt The Independent sagði Trump í viðtali að hann viti hver stóð á bak við árásirnar.

„Ég held að ég viti hver stóð í raun og veru á bak við árásirnar níunda september. Það voru ekki Írakar. Það voru aðrir.“

Hann skýrði mál sitt ekki nánar en bætti við að hernaður Bandaríkjanna í Miðausturlöndum í kjölfar árásanna hafi verið „versta ákvörðunin í sögu Bandaríkjanna“.

Árás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á Írak 2003 kostaði meðal annars 4.000 bandaríska hermenn lífið, 179 breska hermenn auk hundruða þúsunda Íraka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks