fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

NASA neyddist til að aflýsa sögulegri geimgöngu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 17:00

Anne C. McClain og Christina H. Koch

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur neyðst til að aflýsa sögulegri geimgöngu sem átti að fara fram á föstudaginn. Það átti að vera fyrsta geimganga sögunnar þar sem aðeins konur kæmu við sögu.

Ástæða aflýsingarinnar er að konurnar tvær, sem áttu að fara í geimgönguna, nota báðar sömu stærð af geimbúningi en aðeins einn búningur í þeirri stærð er tilbúinn til notkunar í Alþjóðlegu geimstöðinni þar sem þær eru núna við störf.

Anne C. McClain og Christina H. Koch áttu að fara saman í geimgöngu frá Alþjóðlegu geimstöðinni en þar sem aðeins er til einn geimbúningur, sem er tilbúinn til notkunar, í stærð medium í geimstöðinni verður McClain að láta sér nægja að fylgjast með út um glugga á meðan Kock og Nick Hague fara í geimgönguna. Annar búningur í sömu stærð er til staðar í geimstöðinni en ekki hefur verið endanlega gengið þannig frá honum að hann henti til geimgöngu.

Í geimgöngunni á að skipta um rafhlöður utan á geimstöðinni en þær sjá tilraunastofum um borð fyrir rafmagni. Þetta er margra klukkustunda langt verkefni og það þykir of áhættusamt að nota geimbúninginn, sem er ekki alveg tilbúinn, í svona langt verkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi