Sunnudagur 15.desember 2019
Pressan

Stórveldisdraumar vakna á nýjan leik hjá Bretum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 3. mars 2019 18:00

Breski flotinn Eitt sinn sá voldugasti í heimi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar hafa í hyggju að nota Brexit til að opna nýja flotastöð í Singapúr eða Brúnei. Þetta á að vera stökkpallur þeirra inn á alþjóðavettvanginn á nýjan leik. Þetta er að minnsta kosti sýn og draumur Gavins Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, en hann viðraði þetta í viðtali við The Sunday Telegraph um áramótin. Í viðtalinu ræddi hann um tvær nýja breskar flotastöðvar sem hann telur að geti orðið að veruleika. Önnur á að vera í Karíbahafinu og hin í Suðaustur-Asíu.

 

Gavin Williamson
Varnarmálaráðherra Bretlands.

Gullkista eða hlægilegir órar?

Í Karíbahafinu koma margir staðir til greina en í Suðaustur-Asíu stendur valið á milli Brúnei og Singapúr. Mörgum þykir blasa við að Singapúr verði fyrir valinu og taki við gömlu hlutverki sínu á nýjan leik, að vera járnhnefi breska heimsveldisins í Austurlöndum. Hugmyndir Williamson hafa fengið blendnar móttökur. Sumir telja þær stuðning við stefnu Donalds Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Kína í þessum heimshluta, aðrir telja að hér sé einfaldlega um hlægilega heimsveldisdrauma Breta að ræða sjötíu árum eftir endalok heimsveldisstefnu þeirra í Asíu. Enn aðrir telja hér um hlægilega draumóra að ræða sem séu ekki í neinum takti við raunveruleikann. Enn aðrir sjá allt annað í þessu og telja að hér sé hægt að opna einhvers konar gullkistu fjárhagslega séð.

Williamson sagði að Brexit væri stærsta stundin í sögu Breta síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk.

„Þetta er augnablikið þar sem við getum enn á ný orðið áhrifavaldur á heimsvísu og ég tel her okkar mjög mikilvægan hluta á því sviði.“

Hann sagði hugmyndirnar um flotastöðvarnar vera lið í tilburðum Breta til að verða „sannur þátttakandi á alþjóðavettvangi, með því að styrkja hlutverk landsins á alþjóðavettvangi eftir útgönguna úr ESB. Hann sagði einnig að nýju flotastöðvarnar muni sýna að mikil stefnubreyting hafi orðið og nú gildi Austan við Súes-stefnan ekki lengur, en í henni fólst að í lok sjöunda áratugarins ákváðu Bretar að loka öllum herstöðvum sínum í Suðaustur-Asíu og við Persaflóa.

„Við viljum að það sé alveg skýrt að sú stefna heyrir sögunni til og að Stóra-Bretland er á nýjan leik orðið alþjóðleg þjóð.“

 

Bretar brugðust sem verndarar

Flotastöðin í Singapúr var mikilvægasti hlekkur Breska heimsveldisins fram að síðari heimsstyrjöldinni. Þegar Japanir hernámu Singapúr í febrúar 1942 var það ekki aðeins áfall fyrir Breta heldur einn af mikilvægustu atburðum stríðsins. Hernámið markaði einnig endalok Bretlands sem nýlenduþjóðar í Asíu. Winston Churchill forsætisráðherra sagði hernámið hafa verið mestu hörmungina í breskri hernaðarsögu. Traust fólks á Bretlandi sem verndara Singapúr hvarf ásamt virðingunni. Tugir þúsunda Kínverja og hermanna Bandamanna voru drepnir af Japönum eða sendir til Búrma. Það var ekki fyrr en 1959 að Singapúr fékk einhvers konar sjálfstjórn og landið varð ekki sjálfstætt ríki fyrr en 1965 eftir að hafa gengið í ríkjasambandið Malasíu um hríð. Þá skall næsta áfallið á þessu litla landi því Bretar tilkynntu um lokun flotastöðvar sinnar.

Á þessum tíma var Singapúr bláfátækt land. Fjórðungur efnahagslífsins byggðist á flotastöðinni og umsvifum tengdum henni. Bretar höfðu lofað Lee Kuan Yew forsætisráðherra því 1965 að þeir myndu ekki loka stöðinni. Hann nýtti sér þessi svik til að tryggja landinu háar fjárhæðir í bætur frá Bretum og fékk þá til að skilja stöðina eftir í heilu lagi en venjan er sú að herstöðvar séu eyðilagðar þegar þeim er lokað.

Þessu nýja útspili Breta hefur verið tekið með ró í Suðaustur-Asíu. Flestir stjórnmálaskýrendur og stjórnmálamenn eiga erfitt með að sjá fyrir sér að þetta gangi upp hjá Bretum þrátt fyrir að herstöð í Singapúr myndi falla vel inn í þá keðju breskra herstöðva sem eru á Kýpur, Falklandseyjum, Gíbraltar og Diego Garcia í Indlandshafi. Flotastöðvar í Asíu og Karíbahafinu myndu endurvekja alþjóðlega uppbyggingu og staðsetningu breska hersins eins og á heimsvaldatíma hans. En fyrst þarf að ljúka Brexit og sjá hvernig útgangan tekst.

Kínverjar láta lítið fyrir sér fara í þessari umræðu en nokkrir kínverskir álitsgjafar segja þetta þó vera ögrun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Helgi Seljan er látinn
Pressan
Í gær

„Ég hefði örugglega þénað meira á að vera hóra“

„Ég hefði örugglega þénað meira á að vera hóra“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnir í stórsigur breskra íhaldsmanna – Brexit verður að veruleika í janúar

Stefnir í stórsigur breskra íhaldsmanna – Brexit verður að veruleika í janúar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Missti andlitið þegar hann sá hvað leyndist inni í veggnum

Missti andlitið þegar hann sá hvað leyndist inni í veggnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstök uppgötvun í hafinu vestan við Grænland

Einstök uppgötvun í hafinu vestan við Grænland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldríkt par var myrt í lúxusíbúðinni – Lögreglan hefur nú opinberað myndir af hræðilegum morðvettvanginum

Moldríkt par var myrt í lúxusíbúðinni – Lögreglan hefur nú opinberað myndir af hræðilegum morðvettvanginum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu lengi nýtur forseti Mexíkó stuðnings þjóðarinnar?

Hversu lengi nýtur forseti Mexíkó stuðnings þjóðarinnar?