fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Hrollvekjandi niðurstöður norskra dómsmála – Þrjú af hverjum fjórum grófum ofbeldisbrotum eru framin af innflytjendum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 06:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttamenn norsku TV2 sjónvarpsstöðvarinnar fóru nýlega yfir alla dóma, er varða alvarleg ofbeldisbrot/líkamsárásir, sem féllu í Osló frá því í ársbyrjun 2018 fram til mánudags í þessari viku. 140 manns hlutu dóm fyrir slík brot á tímabilinu. Niðurstöðurnar eru sláandi en samkvæmt þeim voru 98 hinna dæmdu innflytjendur eða um tveir þriðju hinna sakfelldu.

Um er að ræða mál þar sem hnífstungur, högg og misþyrmingar koma við sögu. Í sumum málanna hlutu fórnarlömbin alvarlega áverka, sem munu jafnvel fylgja þeim allt lífið, og önnur voru í lífshættu. Í þriðjungi málanna voru hnífar, glerbrot eða flöskur notaðar. Meirihluti hinna dæmdu eru karlmenn.

Það er því ljóst að í þessum málaflokki er hlutfall innflytjenda mun hærra en það er í samsetningu Oslóarbúa. Samkvæmt tölum frá norsku hagstofunni eru 33 prósent íbúa Osló innflytjendur. Undir skilgreininguna innflytjandi falla þeir sem hafa flutt til Noregs eða eru fæddir í Noregi en eiga foreldra sem fæddust erlendis.

Ragnhild Bjørnebekk, sem vinnur að rannsóknum á ofbeldisbrotum, sagðist í samtali við TV2 ekki vera hissa á þessu háa hlutfalli innflytjenda. Hún sagðist telja að ein af ástæðunum sé að margir innflytjendanna koma úr samfélögum þar sem ofbeldi er algengara en í Noregi. Þetta sé einnig oft viðkvæmt fólk sem hafi upplifað miklar hörmungar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“