fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Lögmaður Donald Trump segist hafa greitt fyrir fölsun á niðurstöðum skoðanakannana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. janúar 2019 08:30

Michael Cohen fyrrum lögmaður Donald Trump. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Cohen, fyrrum lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann hafi greitt RedFinch fyrirtækinu fyrir að eiga við tvær skoðanakannanir þar sem Trump kom við sögu. Þetta gerði hann 2014 og 2015 samkvæmt fyrirmælum Trump.

The Wall Street Journal skýrði frá þessu í gær. 2014 greiddi Cohen RedFinch fyrir að reyna að láta Trump koma vel út úr könnun um skoðanir fólks á kaupsýslumönnum. Árið síðar greiddi hann fyrirtækinu fyrir að láta Trump koma vel út úr könnun um hugsanlega forsetaframbjóðendur.

Í kjölfar fréttar The Wall Street Journal lét Cohen heyra í sér á Twitter þar sem hann beindi spjótum að Trump.

„Með vísun í grein The Wall Street Journal um svindl í skoðanakönnunum þá vil ég taka fram að ég gerði þetta eftir fyrirmælum frá Trump og eingöngu honum til hagsbóta. Ég sé mjög eftir tryggð minni við mann sem ekki á hana skilið.“

Núverandi lögmaður Trump, Rudy Giuliani, vísar þessum orðum Cohen á bug og segir að Trump hafi ekki vitað af tilraunum Cohen til að eiga við niðurstöður skoðanakannana.

The Wall Street Journal segir að það hafi ekki aðeins verið ímynd og orðspor Trump sem Cohen reyndi að fegra. Hann er einnig sagður hafa gefið RedFinch fyrirmæli um að stofna Twitteraðgang þar sem útlit og kynferðisleg útgeislun Cohen væri hlaðin lofi. Sá aðgangur hét Women For Cohen og var stofnaður 2016. Hann var sagður í umsjá kvenna sem elska og styðja Michael Cohen.

John Gauger, sem rekur RedFinch, segir að Cohen hafi lofað honum 50.000 dollurum fyrir að taka þátt í þessu en hann hafi hins vegar aðeins fengið 13.000 til 14.000 dollara greidda.

Cohen fær tækifæri til að skýra mál sitt fyrir Bandaríkjaþingi þann 7. febrúar en þá hefur honum verið boðið að bera vitni í fulltrúadeildinni. Cohen hefur fallist á boðið en í nótt sagði lögmaður hans, Lanny Davis, að Cohen væri nú að íhuga málið á nýjan leik þar sem hann óttist um öryggi fjölskyldu sinnar.

Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi í síðasta mánuði af dómstól í New York. Hann var sakfelldur fyrir skattsvik upp á 1,4 milljónir dollara og að hafa skýrt Bandaríkjaþingi rangt frá tengslum sínum við Rússa í tengslum við byggingaframkvæmdir á vegum Trump í Moskvu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluð samsæriskenning um kápu Melaniu Trump

Sturluð samsæriskenning um kápu Melaniu Trump
Fyrir 2 dögum

40 laxar veiðst í Brynjudalsá 

40 laxar veiðst í Brynjudalsá 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Typpamyndirnar sem fóru eins og eldur í sinu um heiminn – „Það er ekki svona stórt í rauninni“

Typpamyndirnar sem fóru eins og eldur í sinu um heiminn – „Það er ekki svona stórt í rauninni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íslamska ríkið á erfitt með að fá fólk til að fremja sjálfsvígsárásir – Hafa tekið nýja aðferð í notkun

Íslamska ríkið á erfitt með að fá fólk til að fremja sjálfsvígsárásir – Hafa tekið nýja aðferð í notkun