fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Samsæri í geimnum? Dularfullt gat á rússnesku geimfari – Galli eða skemmdarverk

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 12. desember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítið gat á rússnesku Soyuz-geimfari var mögulega borað í skrokk geimfarsins eftir að það kom til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar síðsumars. Rannsókn á málinu stendur nú yfir og er ekki útilokað að bandarískir geimfarar hafi reynt vísvitandi að skemma geimfarið.

Það var þann 30. ágúst síðastliðinn að geimfarar urðu varir við að loft læki úr farinu. Þetta var tveimur mánuðum eftir að farið kom til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þó gatið hafi verið lítið, aðeins um tveir millímetrar, þurfa geimför að uppfylla ströng öryggisskilyrði og jafnvel minnsti galli getur verið mjög alvarlegur. Því er þetta tiltekna mál litið alvarlegum augum og er það nú skoðað hvort um galla í framleiðslu hafi verið að ræða eða hvort um skemmdarverk hafi verið að ræða.

Dmitry Rogozin, yfirmaður Roscosmos, rússnesku geimferðarstofnunarinnar, hefur raunar útilokað að um galla hafi verið að ræða. Í frétt News.com.au í Ástralíu kemur fram að ýmsum kenningum hafi verið varpað fram; þannig hafi bandarískir geimfarar mögulega borað gatið til að koma veikum kollega sínum aftur til jarðar.

Það var á dögunum að rússnesku geimfarirnar komust að gatinu og skáru þeir stykki úr skrokki farsins sem verður sent til rannsóknar á jörðu niðri. Á rannsóknin að leiða í ljós hvort gatið hafi verið borað úti í geimnum eða hvort um galla sé að ræða.

Tveir geimfarar lögðu í vikunni upp í talsverða hættuför til að komast að gatinu. Ekki er gert ráð fyrir því í hönnun Soyuz-geimfarsins að geimfarar geti farið í geimgöngur og lagað það sem hugsanlega er að í skrokki þess. Þannig eru engin handrið eða þar til gerður öryggisbúnaður fyrir geimfara og því þurftu þeir að vanda mjög til verka.

Rogozin sagði í október síðastliðnum að ekki hefði verið um galla í hönnun geimfarsins að ræða og í kjölfarið vörpuðu rússneskir fjölmiðlar fram þeirri kenningu að bandarískir geimfarar hefðu átt við það. Rússnesk yfirvöld neituðu því í kjölfarið en nú hefur Rogozin ekki viljað útiloka neitt. Mun rannsóknin á stykkinu sem geimfararnir tóku líklega leiða málið til lykta.

Þó að grunnt hafi verið á góðu milli Rússa og Bandaríkjamanna hefur samstarfið í Alþjóðlegu geimstöðinni gengið vel hingað til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi