fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Þetta fundu þeir í maga hvalsins – Mikið áhyggjuefni, segja vísindamenn

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn sem skoðuðu hræ af hvali sem rak á strendur Indónesíu fyrir skemmstu trúðu vart eigin augum þegar þeir skoðuðu innihaldið í maga hans.

Mikið hefur verið rætt um plastmengun í höfum að undanförnu og varpar þetta tiltekna hræ ákveðnu ljósi á það risavaxna vandamál sem heimsbyggðin þarf að glíma við á komandi árum.

Í maganum fundust 5,9 kíló af allskonar plastúrgangi; 115 plastglös, fjórar plastflöskur, 25 plastpokar, tveir inniskór úr plasti, nylon-poki og rúmlega þúsundir aðrar plastagnir. Breska blaðið Guardian fjallaði um þetta á vef sínum í dag.

Um var að ræða hræ af búrhval sem var 9,5 metra langur en hann fannst í Wakatobi-þjóðgarðinum í Sulawesi. Höfin við Indónesíu og nágrenni eru mjög menguð og er ekki óalgengt að rekast á allskonar plastúrgang við strendurnar.

Heri Santoso, þjóðgarðsvörður í Wakatobi, segir við Guardian að ekki liggi fyrir hvers vegna hvalurinn drapst. Hún segir að innihaldið í maga hans hafi að minnsta kosti ekki hjálpað hvalnum, svo mikið sé víst.

Indónesar framleiða gríðarlegt magn af plasti en talið er að 3,2 milljónir tonna af plasti séu ekki endurunnin á neinn hátt í landinu á hverju ári. Með öðrum orðum er þetta plast sem endar í náttúrunni, þar af 1,3 milljónir tonna í höfunum.

Guardian hefur eftir Luhut Binsar Pandjaitan, ráðherra hafmála í Indónesíu, að þetta tiltekna mál ætti að opna augu landsmanna fyrir vandanum. Segir hann að stjórnvöld í Indónesíu séu að reyna að taka á vandanum og hvetja verslunareigendur og viðskiptavini þeirra til að hætta að nota plastpoka. Hafa stjórnvöld sett sér það markmið að minnka plastnotkun um 70% fyrir árið 2025.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“