fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Pressan

5 ára drengur bað móður sína afsökunar – Nokkrum klukkustundum síðar var hann dáinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 06:57

Charlie með foreldrum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur árum greindist Charlie Proctor, þá fjögurra ára, með sjaldgæft krabbamein sem var þess valdandi að hann þurfti nauðsynlega að gangast undir lifrarígræðslu. Foreldrar hans, sem búa á Englandi, gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að hægt væri að bjarga lífi hans og koma honum í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð sem aðeins var hægt að framkvæma í Bandaríkjunum.

En áður en af því varð lést Charlie eða þann 10. nóvember síðastliðinn, aðeins sex ára að aldri en hann var nýbúinn að halda upp á afmælið sitt. Skömmu fyrir andlát hans birti móðir hans, Amber Schofield, meðfylgjandi mynd af honum á Facebook.

Með myndinn skrifaði hún:

„„Ég veit ekki hvað ég á að gera lengur“ er það sem hann segir oftast. Í dag hefur hann verið mjög órólegur, hann hefur legið, hann hefur setið, legið í rúminu, síðan á fótum og svona hefur þetta gengið. Eitt sinn sneri hann sér að mér og sagði lágri geispandi röddu: „Mamma, mér þykir þetta svo leitt“.

Hann var leiður yfir að nú þurfti að færa hann aftur og fannst honum hann þurfa að biðjast afsökunar á því? Núna finnst honum eins og hann sé „fyrir“. Þetta nístir í hjartastað. Ekkert barn á að þurfa að upplifa sömu tilfinningar og Charlie. Ekkert barn!“

Nokkrum klukkustundum síðar lést Charlie í örmum foreldra sinna.

„Klukkan 23.14 í gærkvöldi tók besti vinur minn, heimur minn, Charlie síðasta andardráttinn. Hann lést friðsæll í örmum mínum og faðir hans hélt utan um okkur. Það blæðir úr hjörtum okkar. Heimurinn hefur misst ótrúlegan lítinn dreng. Charlie, þú gafst mér færi á að vera móðir.“

„Ég sakna hans. Ég sakna þess að sjá hann ekki brosa vitandi að ég mun aldrei aftur sjá bros hans nema á myndum. Ég mun aldrei heyra Charlie hlæja aftur. Haldið þétt um börnin ykkar og faðmið þau og kyssið. Þið hafið ekki áttað ykkur á hversu lánsöm þið eruð. Ekki taka lífinu sem sjálfsögðum hlut.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið