fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Sleipir tölvuþrjótar svíkja stórfé út úr fólki – Þetta á að varast

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. september 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa lent í að fá símtöl, tölvupóst eða að sprettigluggar hafa birst á tölvuskjánum hjá þeim með skilaboðum um að eitthvað sé að tölvunni. Í slíkum skilaboðum er fólki bent á að setja sig í samband við ákveðið netfang eða símanúmer til að fá aðstoð eða hlaða einhverju niður til að laga þetta. Það sama á við um tölvupóstana en í símtölunum er fólki boðin aðstoð að fyrra bragði og því talið trú um að eitthvað sé að tölvunni þeirra.

Svikastarfsemi sem þessi er umfangsmikil á heimsvísu og hefur náð hingað til lands. Ekki hefur verið gerð nein samantekt á umfanginu hér á landi en  í Bretlandi er talið að með aðferðum sem þessum hafi þrjótar náð að svíkja sem nemur um þremur milljörðum íslenskra króna út úr fólki á síðasta ári og hafi fórnarlömbin verið um 22.000 talsins.

Lundúnalögreglan hefur því hleypt nýrri herferð af stað til að upplýsa fólk um hættuna sem stafar af tölvuþrjótum sem þessum og upplýsa fólk um aðferðir þeirra.

Eins og fyrr sagði eru símtöl, tölvupóstar eða sprettigluggi með skilaboðum vinsælar leiðir þrjótanna til að ná til fólks. Þá er reynt að telja fólki trú um að eitthvað sé að tölvunni þeirra eða nettengingunni og þetta þurfi að laga. Þrjótarnir krefjast greiðslu fyrir að laga þetta eða blekkja fólk til að hlaða niður forritum sem veita þeim aðgang að persónulegum upplýsingum eins og fjármálum viðkomandi.

Í tengslum við herferðina hafa verið birt góð ráð og upplýsingar sem tengjast svikastarfsemi sem þessari.

Tölvufyrirtæki hringja ekki í þig óumbeðið til að bjóða aðstoð við að laga tölvuna þína. Svikahrappar gera það hins vegar til að reyna að stela frá þér og skemma tölvuna þína með spilliforritum. Taktu öllum slíkum símtölum með fyrirvara og ekki veita neinar persónulegar upplýsingar.

Tölvufyrirtæki senda að jafnaði ekki frá sér óumbeðin skilaboð um öryggisuppfærslur en þau senda uppfærslur á öryggisforritum frá sér. Ef þú ert í vafa, ekki opna tölvupóstinn, ekki ýta á tengla eða hlaða viðhengjum niður.

Tölvufyrirtæki biðja ekki um kreditkortaupplýsingar til að virkja hugbúnað. Þau biðja heldur ekki um persónugreinanlegar upplýsingar, þar á meðal greiðslukortaupplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru