fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Bíllinn var seldur á 730.000 en númeraplöturnar á 44 milljónir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. september 2018 21:00

Hver myndi ekki borga tugi milljóna fyrir þetta númer?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á bílauppboði í Delaware í Bandaríkjunum var Mercedes Benz bíll nýlega seldur á sem svarar til um 730.000 íslenskra króna. En númeraplöturnar á bílnum voru miklu eftirsóttari ef miða má við söluverðið á þeim. Þær voru seldar fyrir 420.000 dollara en það svarar til um 44 milljóna íslenskra króna.

Wall Street Journal skýrir frá þessu. Það sem gerir þessar númeraplötur svo eftirsóknarverðar er að þær bera númerið 20 eða DEL 20. William Lord, sem keypti plöturnar, sagðist vera mjög ánægður með kaupin í samtali við blaðið. Hann sagðist hafa hrifist með af stemmningunni á uppboðinu.

Þetta er þó ekki dýrasta skráningarnúmerið sem hefur verið selt í Bandaríkjunum því 2008 greiddi fasteignasalinn Anthony Fusco 675.000 dollara fyrir DEL 6. Fjölskylda hans á auk þess DEL 8 og DEL 9.

Númeraplötuæði sem þetta er einnig að finna í öðrum ríkjum Bandaríkjanna en ná þó varla sama stigi og í Delaware sem var meðal ríkjanna sem mynduðu Bandaríkin í upphafi en ríkið var það fyrsta til að samþykkja stjórnarskrá Bandaríkjanna þann 7. desember 1787.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós