fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Allt að 30.000 liðsmenn Íslamska ríkisins eru enn í Sýrlandi og Írak – Vaxandi ógn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 06:46

Fáni Íslamska ríkisins. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að góðir sigrar hafi unnist á sveitum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríki (IS) í Írak og hlutum Sýrlands eru samtökin enn ógn og hún fer vaxandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. SÞ áætla að um 30.000 liðsmenn IS séu enn í Sýrlandi og Írak. Þá nær net samtakanna út um víðan heim.

Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að búið sé að ráða niðurlögum IS í Írak og stórum hlutum Sýrlands sé líklegt að „leynileg útgáfa“ af samtökunum muni lifa af í báðum löndum. Þetta er sagt mögulegt vegna mikils stuðnings við IS í Afganistan, Líbíu, Suðaustur-Asíu og Vestur-Afríku. Skýrslan var unnin af ýmsum sérfræðingum fyrir öryggisráð SÞ.

Margir liðsmenn IS og háttsettir félagar hafa verið drepnir í átökum undanfarin misseri og margir liðsmenn hafa flúið frá átakasvæðunum en samt sem áður eru allt að 30.000 enn til staðar í Írak og Sýrlandi. Mörg þúsund þeirra eru frá öðrum löndum. Sumir eru virkir og eru að berjast en aðrir leynast hjá fólki sem styður málstaðinn og á afskekktum svæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks