fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Norður-kóreskir embættismenn mættu ekki á fund með Bandaríkjamönnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. júlí 2018 19:23

Kim Jong-un stýrir með harðri hendi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Norður-Kóreu mættu ekki til fundar við fulltrúa Bandaríkjanna á landamærum Norður- og Suður-Kóreu í gær en þar átti að ræða um framkvæmd flutning á líkamsleifum bandarískra hermanna til Bandaríkjanna. Hermennirnir féllu í Kóreustríðinu um miðja síðustu öld.

Ákveðið var á leiðtogafundi Donald Trump og Kim Jong-un í síðasta mánuði að reyna að leysa þetta mál en Bandaríkjamenn leggja mikla áherslu á að fá líkamsleifar fallinna hermanna afhentar.

Sky segir að samkvæmt frétt Yonhap fréttastofunnar þá hafi bandarískir embættismenn beðið starfsbræðra sinna frá Norður-Kóreu í Panmunjon á landamærum Kóreuríkjanna í gær en fulltrúar Norður-Kóreu hafi ekki látið sjá sig.

Talskona bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sett sig í samband við bandarísk stjórnvöld og boðist til að funda næstkomandi sunnudag og þann fund muni fulltrúar Bandaríkjanna mæta á.

Kim Yong Chol, varaformaður verkamannaflokksins, ætlaði að mæta til fundarins í gær en mætti ekki eins og fyrr segir. Hvort það tengist birtingu Donald Trump á bréfi frá Kim Jong-un er óvíst en Trump birti bréfið á Twitter í gær. Í bréfinu þakkar Kim Jong-un Trump fyrir leiðtogafundinn og segist fullviss um að samskipti ríkjanna muni batna í framtíðinni.

Bréfið frá Kim Jong-un til Trump. Mynd:Twitter
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari