fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Björgunin úr hellinum stóð tæpt – Aðalvatnsdælan bilaði rétt eftir að sá síðasti var kominn út

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 05:32

Wild Boars og þjálfari þeirra lengst til vinstri. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er líklegast óhæt að segja að síðustu fjórum fótboltastrákunum og þjálfara þeirra hafi verið bjargað á síðustu stundu úr Tam Luang hellinum í Taílandi í gær. Rétt eftir að síðasti maðurinn kom út úr hellinum bilaði aðalvatnsdælan sem var notuð til að halda vatnsmagninu í hellakerfinu í skefjum.

Dælan hafði gengið viðstöðulaust í 18 sólarhringa en í gær gafst hún síðan upp. Dælan var nauðsynleg til að halda vatnsmagninu í skefjum en monsúnrigningar herja nú á Taíland.

ABC News segir að það hafi aðallega verið kafarar frá úrvalssveitum taílenska hersins sem björguðu strákunum út úr hellinum. Kafararnir hafi fundið að vatnsborðið í hellinum hækkaði hratt eftir að dælan bilaði en þá voru þeir að flytja síðustu súrefniskútana út.

Strákarnir 12 og þjálfari þeirra eru nú á sjúkrahúsi og verða næstu daga. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir eru við góða heilsu en læknar vilja fylgjast með þeim næstu daga til öryggis. Miklar líkur eru á að smitast af ýmsum sjúkdómum við svo langa veru í helli en leðurblökur og saur úr þeim geta borið ýmsa óværu með sér sem og skordýr sem búa í hellinum. Þess utan veikist ónæmiskerfi fólks ef það er lengi í myrkri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi