fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Missti eiginmann og fjögur börn á sviplegan hátt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. júlí 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf sextugrar konu, Mary Rose Trinidad, breyttist á einu augabragði síðastliðinn föstudag þegar eiginmaður hennar og fjórar dætur á aldrinum 13 til 20 ára létust á sviplegan hátt.

Fjölskyldan var á ferð í Delaware í Bandaríkjunum þegar bifreið þeirra lenti í árekstri við flutningabíl. Eiginmaður Mary, Audie Trinidad, og dætur þeirra, Kaytlin, 20 ára, Danna, 17 ára og tvíburarnir Allison og Melissa, 13 ára, létust í slysinu.

Mary var flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús en ástand hennar mun vera stöðugt og er hún með meðvitund. Hjónin voru í bílbelti en dæturnar, sem sátu aftur í, ekki.

„Við erum að reyna að átta okkur á þessu. Þau eru öll farin á einu augnabliki,“ segir Daniel Trinidad, bróðir Audie, í samtali við New York Post.

Fjölskyldan á rætur að rekja til Filippseyja en Audie flutti til Bandaríkjanna árið 1987 þar sem hann kynntist Mary. Eftir að hann flutti til Bandaríkjanna var hann hermaður í bandaríska sjóhernum í sjö ár, að því er New York Post greinir frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru