fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Banvænn svínavírus gæti borist í fólk

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Banvænn svínavírus, sem líkist SARS vírusnum sem leggst á öndunarfæri fólks, gæti borist í fólk úr svínum. Porcine deltacoronavírusinn veldur bráðum niðurgangi og uppköstum í svínum og getur orðið þeim að bana. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að vírusinn geti borist á milli fruma ólíkra tegunda, þar á meðal manna.

Vírusinn uppgötvaðist fyrst í Kína árið 2012. Hann líkist SARS og MERS að ákveðnu leyti. 774 létust af völdum SARS í 37 ríkjum á árunum 2002 og 2003. Rúmlega 700 manns hafa látist af völdum MERS í Sádí-Arabíu en vírusinn herjar þar þessa dagana.

Sky segir að í kjölfar porcine deltacoronavírus faraldurs í Bandaríkjunum 2014 hafi menn farið að hafa áhyggjur af vírusnum. Í nýju rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences, kemur fram að vírusinn ráðist á ákveðna gerð viðtakendasameindar á yfirborði fruma í öndunarvegi og meltingarvegi.

Tilraunir leiddu í ljós að vírusinn gat borist í kjúklinga, ketti og fólk. Ekki er þó vitað til að vírusinn hafi borist í fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós