fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Miklu fleiri ungir karlmenn eru skotnir í Svíþjóð en tólf öðrum Evrópuríkjum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. maí 2018 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmenn á aldrinum 15 til 29 ára eru tvöfalt líklegri til að vera skotnir og drepnir í Svíþjóð en í öðrum Evrópuríkjum. Ef ástandið er borið saman við Þýskaland er tíu sinnum hættulegra að vera ungur karlmaður í Svíþjóð.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í European Journal on Criminal Policy and Research. Vísindamenn rannsökuðu beitingu skotvopna á árunum 1996 til 2015. Niðurstöður þeirra eru að skotvopnanotkun hefur aukist á öllu þessu tímabili en mest á undanförnum áratug.

Á síðasta ári voru 43 karlar skotnir til bana í Svíþjóð en 2006 voru þeir 6.

Ef ástandið er borið saman við Bretland er sex sinnum hættulegra að vera ungur karlmaður í Svíþjóð og tíu sinnum hættulegra en að vera ungur karlmaður í Þýskalandi. Staðan í Svíþjóð var borin saman við stöðuna í 12 öðrum Evrópuríkjum.

En þessi munur á bara við menn á aldrinum 15 til 29 ára. Frá þrítugsaldri er ástandið í Svíþjóð ekki verra en í hinum ríkjunum og raunar eru fleiri karlar eldri en 30 ára skotnir til bana í sex af ríkjunum tólf en í Svíþjóð.

Samkvæmt nýjum tölum sem Sænska ríkisútvarpið fékk hjá sænsku lögreglunni þá er kannski bjartara framunda í þessum málum. Á síðasta ári skráði lögreglan 100 mál frá janúar til apríl þar sem skotvopnum var beitt. Á þessu ári voru málin 59. Á síðasta ári voru 16 skotnir til bana á þessu sama tímabili en í ár voru þeir 8. Fjöldi særðra var 27 á þessu ári miðað við 35 á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari