fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Matur

Súrdeigsbrauðsneiðar með sveppum og kotasælu sem hitta í mark

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 10:17

Berglind Hreiðars töfraði fram þessar girnilegu súrdeigsbrauðsneiðar þar sem kotasæla og sveppir leika aðalhlutverkið. MYNDIR/BERGLIND HRERIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Hreiðars okkar ástsæli matarbloggari hjá Gotterí og gersemar töfraði fram þessar dásamlegu súrdeigsbrauðsneiðar sem hún kallar sveppasneiðar með alls konar kræsingum sem hitta í mark.

„Þessar sveppasneiðar urðu til þegar ég var að skoða alls konar hugmyndir með súrdeigi á netinu. Þar sá ég gómsæta sneið með sveppum og öðru á einum stað, fetaosti á öðrum og úr varð þessi samsetning með kotasælu sem var algjört dúndur. Það tekur enga stund að útbúa þær og þetta getur verið hádegismatur, snittur eða kvöldmatur sem þið munið elska,“ segir Berglind. Nú er bara að prófa og sjá hvort þessar hitti ekki í mark.

Súrdeigsbrauð með sveppum og kotasælu

6 litlar brauðsneiðar (fyrir 2-3)

6 sneiðar af súrdeigsbrauði (snittubrauði)

200 g kotasæla (ein lítil dós)

100 g kastaníusveppir

150 g kjúklingabaunir

Ólífuolía til steikingar

Salt, pipar, hvítlauksduft, chilliduft

Kóríander

Skáskerið 6 sneiðar úr brauðinu og steikið upp úr ólífuolíu, leggið til hliðar. Skerið næst sveppina í sneiðar og steikið upp úr ólífuolíu, kryddið eftir smekk. Á meðan sveppirnir steikjast má setja kotasælu á hverja brauðsneið og síðan skipta sveppunum niður ofan á kotasæluna. Steikið að lokum kjúklingabaunirnar og kryddið eftir smekk, mér fannst gott að setja vel af chillidufti. Ef það kemur mikill safi á pönnuna af baununum er gott að hella honum af áður en þið kryddið endanlega til að þær nái aðeins að steikjast og fá stökka húð.

Toppið með söxuðum kóríander.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum