fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Matur

Kjötlaus mánudagur – Sjáið uppskriftirnar

Íris Hauksdóttir
Mánudaginn 15. júlí 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í upphafi nýrrar vinnuviku er upplagt að huga að heilsunni. Kjötlaus mánudagur, eða “meatless monday” nýtur víða vinsælda en hér fyrir neðan má finna nokkrar einfaldar og fljótlegar uppskriftir sem eiga það sameiginlegt að innihalda engar kjötafurðir.

Eggaldin með suðrænni sveiflu

2 stór eggaldin
2 tsk. ólífuolía
Kirsuberjatómatar
Mozzarella ostur
Ferskur basil, smátt skorinn
Balsamik gljái
Rauðar piparflögur
Salt
Pipar

Skerið eggaldin í ½ cm langar sneiðar. Penslið með olíu og kryddið eftir smekk. Steikið sneiðarnar á heitri pönnu í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þangað til þær eru mjúkar í gegn. Raðið tómötum, osti og basil yfir og toppið með basil gljáa og piparflögum.

Avokató rist með rauðrófu hummus

1 krukka kjúklingabaunir
2 tsk. olífuolía
2 hvítlauksgeirar
1 tsk. sítrónusafi
1-2 soðnar rauðrófur
¼ tsk. salt

Öllum hráefnum maukað saman og hummusinn er tilbúinn. Raðið fjórum sneiðum af súrdeigsbrauði á disk og smyrjið hummusnum yfir. Skerið tvö avakató í sneiðar og raðið yfir brauðsneiðarnar. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.

Krassandi kúrbítur

6 meðalstórir kúrbítar
1 dós maísbaunir
1 dós svartar baunir
½ laukur
½ askja sveppir
4 tsk. graslaukur
¾ tsk. timían
½ tsk. svartur pipar
Cheddar ostur eftir smekk

Skerið kúrbítinn í tvennt og sjóðið í tíu mínútur. Þerrið kúrbítinn vel og raðið á ofnplötu. Fínsaxið lauk, sveppi og graslauk. Blandið hráefnunum saman og raðið á kúrbítinn. Dreifið ostinum yfir og bakið við 180 gráður í tuttugu mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
21.12.2023

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
27.10.2023

Ítölsk tortellini tómatsúpa

Ítölsk tortellini tómatsúpa
Matur
26.10.2023

Tikka masala grænmetisætunnar

Tikka masala grænmetisætunnar