fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 19:00

Takið vel eftir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má ekki geyma hvaða mat sem er í ísskáp. Bæði getur það skemmt þann mat en hann getur einnig skemmt út frá sér ef hann er geymdur í ísskáp. Það er því kannski vissara að fara yfir hvað er í ísskápnum og fjarlægja það sem ekki á að vera þar.

Þeim mun kaldara, þeim mun ferskara. Þetta hugsa örugglega margir þegar þeir taka upp úr innkaupapokunum og setja vörurnar inn í ísskápinn. Þetta á auðvitað við um mjólkurvörur og ýmislegt annað en alls ekki allt því sumt er betra að geyma við stofuhita.

Breska dagblaðið The Mirror fékk aðstoð frá samtökunum Good Housekeeping Institute við að gera lista yfir 11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp en ekki er ósennilegt að margir geti fundið eitthvað af þessum lista í ísskápnum sínum.

1. Brauð. Það á ekki að geyma brauð í ísskáp því þá þornar það mun fyrr. Það er betra að finna svalan og þurran stað fyrir það. Brauðkassi eða poki henta vel.

2. Melónur. Þær eru svalandi á heitum sumardegi og auðvitað meinhollar en það á ekki að geyma þær í ísskáp áður en byrjað er að skera í þær. Þegar búið er að skera í þær á að pakka þeim inn og geyma í ísskáp.

3. Bananar. Mörgum finnst freistandi að geyma banana í ísskáp en það borgar sig ekki. Þeir eiga uppruna sinn í hitabeltisloftslagi og búa ekki yfir neinni náttúrulegri vörn gegn kulda.

4. Tómatar. Hvort sem þú vilt hafa tómatana mjúka eða harða þá geymir þú þá líklega í ísskápnum en það er ekki góð hugmynd. Kælingin eyðileggur himnuna inni í þeim og breytir bragði þeirra og áferð.

5. Kartöflur. Í umfjöllun Mirror kemur fram að það geti beinlínis verði hættulegt að geyma kartöflur í ísskáp. Kuldinn breytir mjölvanum í þeim í sykur og úr getur orðið hættuleg efnablanda þegar kartöflurnar eru matreiddar.

6. Kökur. Það á ekki að geyma kökur í ísskáp nema það sé rjómi eða krem á þeim. Annars er best að geyma þær í kökuboxi.

7. Kaffi. Ef þú færð þá fáránlegu hugmynd að setja kaffi í ísskápinn þá er rétt að þú vitir að það er ekki gott. Kaffi dregur nefnilega í sig bragð af því sem er í námunda við það. Betra er að geyma kaffi í loftþéttum ílátum.

8. Hunang. Kuldi veldur því að hunang kristallast og í staðinn fyrir mjúkt og dásamlegt hungang verður það stíft og ólystugt.

9. Laukur. Það er best að geyma lauk á þurrum stað. Hann getur dregið í sig bragð af öðrum matvælum. Best er að geyma hann á dimmum stað til að koma í veg fyrir að hann byrji að spíra.

10. Hvítlaukur. Það sama gildir um hvítlauk og lauk. Best að geyma hann á þurrum og dimmum stað.

11. Lárperur. Enginn vill borða harða og óþroskaða lárperu og það er ekki til að hjálpa þeim að þroskast rétt að geyma þær í ísskáp. Best er að geyma þær í brúnum pappírspoka ef borða á þær fljótlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa