fbpx
Fimmtudagur 21.september 2023
Matur

Ofurfæða stelur senunni í þessum einfalda rétti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 18:00

Litríkur réttur á köldum vetrarkvöldum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýnt hefur verið fram á ágæti túrmeriks margoft, en það getur til dæmis minnkað bólgur, verið gott fyrir heilann og dregið úr áhættu á hjartasjúkdómum. Túrmerik spilar einmitt stórt hlutverk í þessum einfalda kjúklingarétti sem tekur aðeins hálftíma að elda.

Túrmerik kjúklingur

Hráefni:

1 msk. kókosolía
1 laukur, saxaður
2 msk. ferskt túrmerik (hægt að skipta út fyrir 1 tsk. þurrkað túrmerik)
650 g kjúklingur, skorinn í bita
salt og pipar
1 tsk. þurrkað túrmerik
1½ tsk. þurrkað engifer
¼ bolli kjúklingasoð
1 dós kókosmjólk
1 dós kjúklingabaunir (án vökva)
ferskur kóríander, saxaður

Aðferð:

Bræðið kókosolíu í pönnu yfir meðalhita. Bætið lauk og fersku túrmerik í pönnuna og steikið í þrjár mínútur. Kryddið kjúklinginn með salti, pipar, þurrkuðu túrmeriki og þurrkuðu engiferi. Bætið kjúklingnum á pönnuna og brúnið í þrjár mínútur á hverri hlið. Bætið soði og kókosmjólk saman við og hrærið vel. Látið malla yfir meðalhita í fimm mínútur. Bætið kjúklingabaunum út í og eldið í fimm mínútur til viðbótar. Takið af hitanum og berið fram með ferskum kóríander og jafnvel soðnum hrísgrjónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Heit súkkulaðibaka með karamellukremi, karamellukurli og vanilluís

Heit súkkulaðibaka með karamellukremi, karamellukurli og vanilluís
Matur
Fyrir 1 viku

Þess vegna finna sumir sápubragð af kóríander

Þess vegna finna sumir sápubragð af kóríander
Matur
14.04.2023

Borðedik innkallað

Borðedik innkallað
Matur
08.04.2023

Töfrar fram einn fallegasta páskaeftirréttinn sem sést hefur

Töfrar fram einn fallegasta páskaeftirréttinn sem sést hefur