fbpx
Mánudagur 22.apríl 2024
Matur

Alli Tralli endurgerir sögufrægu McRib-samlokuna: Þessi er keppnis

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 29. október 2018 09:50

Alli er ansi lunkinn við grillið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Fannar Björnsson, sem gengur undir nöfnunum Alli Tralli og BBQ kóngurinn á samfélagsmiðlum, fór með grillmetnaðinn alla leið fyrir stuttu þegar hann endurgerði sögufrægu McRib-samlokuna sem aðdáendur McDonald’s ættu að þekkja.

McDonald’s-staðir vestan hafs endurvöktu nýverið lokuna, en þó tímabundið. Því ættu aðdáendur lokunnar að vera vanir þar sem hún hefur komið og farið af matseðlum síðan hún leit fyrst dagsins ljós árið 1981.

Alli er vel þekktur meðal matgæðinga.

Hefðbundin McRib-samloka samanstendur af beinlausum svínabóg sem mótaður var til að líkjast rifjum, barbikjú sósu, lauk og súrum gúrkum í hvítu brauði.

„Mig hefur langað að gera þetta lengi og lét verða af því, nema með alvöru „babyback“-rifjum,“ segir Alli. Með kjötinu setti hann karamelliseraðan lauk, súrar gúrkur og jalapeno. Hann deilir glaður uppskriftinni með lesendum matarvefsins og vonar að allir hafi gaman af.

McRib Alla Tralla

Rif – Hráefni:

„babyback“ rif
paprikukrydd
salt og pipar
laukduft
hvítlauksduft
chili duft
ground mustard
cayenne pipar
púðursykur
100 ml eplasafi
1 msk hunang
2 msk púðursykur

Aðferð:

Rifin krydduð með paprikukryddi, salti, pipar, laukdufti, hvítlauksdufti, chili dufti, ground mustar, cayenne pipar og púðursykri.

Rifin voru reykt með eplavið í 2 klukkutima á 125 gráðum.

Svo tekin af og pakkað inn í álpappír með púðursykri, hunangi og eplasafa í 2 tima til viðbótar.

Álpappír tekinn, beinin tekin úr og rifin pensluð með barbikjú sósu.

Karamelliseraður laukur – Hráefni:

laukur
smjör
sykur

Aðferð:

Leyfa lauk að malla í smjöri þangað til hann verður mjúkur og glær. Svo er helling af sykri sett út á og leyft að malla í smá tíma. Þetta er bara slump.

Hægt er að fylgjast með Alla á Snapchat undir nafninu alli-tralli og á Instagram undir @bbqkongurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa