fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Myrtur í latexklæðum í miðjum klíðum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. apríl 2019 22:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkinn Edouard Stern var bankamaður, ekki gjaldkeri, deildarstjóri eða nokkuð slíkt. Hann var bankamaður með stóru B-i. Hann fæddist árið 1954 en fjölskylda hans var ein sú ríkasta í Frakklandi, eigandi fjárfestingarbankans Banque Stern. Faðir hans var af bankafólki kominn sem státaði af sögu sem náði allt aftur til 19. aldar í Frankfurt. Þegar þessi saga hefst, árið 2005, er Eduard fimmtugur, þriggja barna faðir, 38. ríkasti maður Frakklands og góður vinur Nicolas Sarkozy, sem varð forseti Frakklands um tveimur árum síðar.

Skotinn í latexgalla

Allt þetta tók endi þegar jarðvist Edouards lauk 28. febrúar, 2005, í þakíbúð hans í Genf í Sviss. Þar fannst Edouard bundinn við stól, íklæddur húðlitum latexgalla. Hann hafði verið skotinn fjórum sinnum.

Edouard Stern
Var af auðugri bankamannaætt.

Innan skamms var lögreglan búin að handtaka Cecile Brossard, 36 ára vændiskonu sem hafði verið ástkona Edouards um fjögurra ára skeið. Þau kynntust árið 2001 þegar Cecile vann við afgreiðslu í verslun í flugstöð í París.

Allar götur síðan höfðu þau hist reglulega og stundað kynlíf af miklum móð, kynlíf sem oftar en ekki einkenndist af sadómasókisma.

Milljón dala deila

Eitthvað hafði fallið á samband elskendanna eftir að Edouard gaf Cecile eina milljón Bandaríkjadala sem hann lagði inn á reikning hennar. Hann fékk síðar bakþanka og kom með einhverjum ráðum í veg fyrir að hún kæmist í milljónina. Sennilega hafa heimatökin verið hæg fyrir bankamanninn.

En það var kannski ekki það versta heldur hvernig hann útskýrði ástæður gjörningsins: „Ein milljón dala er há upphæð til að greiða hóru.“

Ástin horfin

Þetta allt saman kom þó ekki í veg fyrir að þau stunduðu kynlíf áfram á heimili hans, sem var fullt af kynlífsleikföngum og dýrum fornmunum. Kærleikurinn var þó horfinn hjá Cecile og að sögn voru það ekki einu sinni viðskiptahagsmunir sem lágu að baki þátttöku hennar – hún var drifin áfram af hreinu og kláru hatri.

Cecile Brossard
Vann í verslun þegar hún hitti Edouard.

Áðurnefndan dag í febrúar, 2005, lét hún til skarar skríða. Edouard gat sig hvergi hrært, rígbundinn í stól, þegar Cecile tók hans eigin skammbyssu og miðaði á hann af stuttu færi.

Sprenging í höfðinu

Fyrsta skotið hæfði Edouard á milli augnanna, annað skotið annars staðar í höfuð hans og að lokum skaut hún hann tvisvar sinnum í skrokkinn. Það liðu fjögur ár áður en réttarhöld hófust yfir Cecile og allan tímann var hún í varðhaldi.

Við réttarhöldin sagði hún hvað gerst hefði þennan örlagaríka dag fjórum árum fyrr. „Kvöldið þegar þetta gerðist fannst mér sem eitthvað spryngi í höfðinu og ég seildist í byssuna sem hann geymdi í náttborðsskúffunni. Ég beindi byssunni að höfðinu á honum og skaut fyrsta skotinu. Byssan var sennilega fimmtán sentimetra frá andliti hans.“

Ekki ástríðuglæpur

Cecile bætti við að hún hefði verið átakanlega ástfangin af manninum og væri það enn. Kviðdómur taldi að ekki hefði verið um ástríðuglæp að ræða heldur hefði ágirnd og hatur legið að baki morðinu.

Cecile viðurkenndi að hafa hreinsað til eftir morðið, hent byssunni í Genfarvatn og síðan lagt á flótta til Ítalíu og þaðan til Austurríkis.

Þann 18. júní, 2009, var Cecile sakfelld fyrir morð og dæmd til átta og hálfs árs fangelsisvistar.

Iðrun og söknuður
Cecile sagðist síðar sakna ástmanns síns og iðrast gjörða sinna.

Að auki skikkaði dómstóllinn í Sviss Cecile til að greiða börnum Edouards einn franka í samviskubætur (e. moral damage).

Iðrun og söknuður

Cecile Brossard fékk reynslulausn í nóvember árið 2010 eftir fimm ára fangelsisvist, að meðtöldum þeim fjórum sem liðu frá handtöku til sakfellingar.

Árið 2013 tjáði Cecile sig um morðið í fyrsta skipti síðan réttað var yfir henni. Hún sagði meðal annars að hún „myndi ævinlega iðrast“ gjörða sinna og að hún saknaði ástmanns síns sem hefði verið „indæl og geislandi persóna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum
Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð