fbpx
Mánudagur 19.apríl 2021
Leiðari

Hyldýpi sorgarinnar – „Enginn möguleiki á að stytta sér leið þó allar heimsins sjálfshjálparbækur séu lesnar og sálfræðingurinn vinni yfirvinnu.“

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 5. febrúar 2021 19:30

Tobba Marinós ritstjóri DV. Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari DV 5. febrúar 2021

Harmleikurinn í Malling í Danmörku er hörmuleg áminning um ljótleika heimsins. Sorgin sem situr eftir hjá aðstandendum Freyju Egilsdóttur er án efa meiri en hægt er að gera sér í hugarlund.

Eftirsjáin eftir lífinu þegar ljósinu er stolið frá konu í blóma lífsins og hún tekin frá tveimur ungum börnum sínum er ólýsanleg. Þyngri en tárum taki.

Ein áþreifanlegasta samlíking sem ég heyrt um sorgina er líking listamannsins Nick Cave. Hann missti 15 ára gamlan son sinn fyrir rúmum þremur árum þegar hann hrapaði til dauða er hann féll fram af kletti í Bretlandi þar sem fjölskyldan bjó. Cave hefur í kjölfarið líkt sorginni við teygju sem hleypir honum mislangt frá sálarangistinni áður en hún kippir honum harkalega til baka ofan í hyldýpið.

Stundum gefur hún lítið eftir. Stundum mikið. En sleppir honum aldrei.

Að missa náinn ástvin er það allra versta sem hægt er að upplifa. Teygjusamlíkingin finnst mér svo sterk og lýsir að mörgu leyti mínu eigin sorgarferli þegar ég missti eina mikilvægustu manneskju lífs míns án nokkurs fyrirvara.

Við slíkar aðstæður kemur fljótlega upp í hugann að það þurfi að vinna í sér og sorginni.

Gera það sem fyrir mann er lagt. Taka þetta á hörkunni og vinnunni. Gera það sem Íslendingar gera – hökuna upp, kjálkann spenntan og steypa sér í verkefnið.

Mæta til sálfræðings, hlúa að fólkinu sínu og gera allt til þess að tjasla saman brotunum og mynda einhvers konar heild í svörtu hyldýpinu sem umlykur eftirlifendur. Að hrekja burt doðann og sjá einhvern tilgang er ekki auðgert.

Enginn möguleiki á að stytta sér leið þó allar heimsins sjálfshjálparbækur séu lesnar og sálfræðingurinn vinni yfirvinnu. Það er engin rétt leið.

Það eru bara þessir þyrnirunnar allt um kring án sjáanlegrar slóðar til að koma sér í gegn. Best að hugsa ekki um þá, horfa ekki á þá, bara berjast áfram með tóman huga, einbeita sér að því einfalda verkefni að setja einn fót fram fyrir hinn. Afmarkað og gerlegt. Ekki hugsa.

Að líta upp og sjá hve langt er eftir er óyfirstíganlegt. Naga kinnarnar. Finna til annars staðar en innra með sér. Þrýsta sér upp að þyrnunum. Létta á sálinni.

Þegar mesta blóðið er hætt að vætla úr opnum sárunum kemur sú von að runninn sé ekki lengur svo þéttur. Að mögulega sé hægt að ná andanum áður en yfir lýkur. Dýpið sé kannski ekki endalaust.

En þá smellur teygjan. Og kippir þér aftur á byrjunarreit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leicester tryggði sér sæti í úrslitum FA bikarsins er 4000 áhorfendur fylgdust með

Leicester tryggði sér sæti í úrslitum FA bikarsins er 4000 áhorfendur fylgdust með
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Æfingaleikir: ÍBV og Blikar með sigra – Árni Vill kominn á blað

Æfingaleikir: ÍBV og Blikar með sigra – Árni Vill kominn á blað
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Real Madrid setja stefnuna á Sterling

Real Madrid setja stefnuna á Sterling
EyjanFastir pennar
Fyrir 12 klukkutímum
Alræðisöflin söm við sig
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Loksins skoraði Haaland er Dortmund vann nauðsynlegan sigur

Loksins skoraði Haaland er Dortmund vann nauðsynlegan sigur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn eitt tap Juventus gegn spræku liði Atalanta

Enn eitt tap Juventus gegn spræku liði Atalanta