fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Leiðari

Hver vill ekki koma of seint í vinnuna með sápu í rassinum og í flekkóttum kjól?

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 25. september 2020 19:30

Tobba Marinós Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari DV – 25 september 2020.

Ég hef margoft staðið mig að því að ætla mér of mikið. Ég er spiderman-mamma. Vef þykka sjálfsblekkingarvefi á nanó-sekúndum.

„Jú, jú, ekkert mál. Nei, ekki kaupa tilbúið, ertu vitlaus maður, ég baka. Já, nesti í Pintrest-stíl. Ekkert mál. Viltu regnbogaspjót, elskan – og Hello Kitty samloku? Mamma græjar.“

Í raunheimum er mamma að græja „ekkert-mál-málin“ á næturnar eða eftir fimm tíma svefn. Ofan á það bóka ég bás í Barnaloppunni, „neyðir mann til að taka til í skápunum – svooo sniðugt“, og panta djúskúra. Flesta daga gengur þetta sturlaða líf mitt vel og ég er merkilega lunkin að festast ekki í eigin reddingarvef og boltarnir haldast allir á lofti.

Oftast.

Við og við eru gerð mistök. Allajafna lítil, jafnvel svo smá að enginn nema ég tek eftir þeim en ég er þeim ókosti gædd að geta ekki þagað yfir eigin óförum. Mér rennur blóðið til skyldunnar að deila harmleik dagsins með samferðafólki mínu. Oftast óumbeðin.

Við heyrum dæmi.

Ég fer í leikfimi í hádeginu einu sinni í viku og er oftast komin með fjörfisk og frunsu við það eitt að aka út af bílastæðinu í hádeginu þar sem ég yfirgef yfirleitt ekki vinnustaðinn á vinnutíma. Sem er galið. Ég er fullviss um það að fólk sem skýst í leikfimi tvisvar í viku í hádeginu en sleppir því að nýta hádegishléið hina dagana eða vinnur lengur á móti er mun betri starfsmenn eftir að hafa rifið upp endorfínið og hitt annað fólk.

Að því sögðu mæti ég í leikfimisgallanum þennan fasta dag sem ég stunda líkamsrækt til þess að spara mér 15 mínútur.

Tek tilfallandi ákúrum fyrir spandex-klæðnaðinn fagnandi því ég fæ útrás í hádeginu. Skransa inn í salinn á síðustu sekúndu, og laumast út í slökun til þess að komast sem fyrst í sturtu. Helli svo úr leikfimistöskunni til að drullumalla einhverju í andlitið á mér áður en ég rýk út.

Nema hvað.

Andskotinn.

Helvítis fokking fokk.

Rándýra andlitssápan mín hefur lekið út um alla töskuna. Nærfötin mín eru löðrandi í sápu og huggulegar hvítar skellur í dökkbláum kjólnum. Ég er ekki með tvo alklæðnaði með mér svo ekki er annað í stöðunni en að skella sér í sápuklístrað nærfatasettið. Hver vill ekki koma of seint í vinnuna með sápu í rassinum og í flekkóttum kjól?

Til að toppa þetta er ég auðvitað á safakúr til að stríða gegn gegndarlausu áti og rjómablíðu sem einkennir sóttkví. Glorsoltin, með freyðandi fætur og eldrauð í framan af áreynslu hádegisins kemst ég þó aftur í vinnuna í tæka tíð til að átta mig á að djúskúrinn hefur engan húmor fyrir því að uppteknar konur gefi sér ekki tíma til klósettferða.

Nú hafði ég um það bil 30 sekúndur til að koma mér upp í lyftunni og inn á skrifstofu áður en ég myndi pissa á mig með tilheyrandi freyðibaði. Það hefði ekki verið vandamál ef ekki væri búið að úthluta mér klósetti merktu A samkvæmt sóttvarnahólfun fyrirtækisins.

Klósett A var upptekið. B var laust.

Freyðibað eða sóttvarnabrot?

Pinterest var ekki með svar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur