fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
FréttirLeiðari

Að „passa“ saman

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 8. ágúst 2020 21:20

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari DV þann 7. ágúst.

Þegar ég býð fólki í mat á ég það til að hugsa um hvaða fólk „passi“ saman. Hverjir myndu eiga vel saman skoðanalega séð og geta átt góða kvöldstund saman. Það er samt í raun alveg glötuð aðferðafræði og ekki til þess fallin að skapa líflegar umræður. Auðvitað vill enginn bjóða í öskurorgíu en fjölbreytileikinn í öllum myndum skiptir svo miklu máli. Hvaða tilgangi þjónar það að sitja með mismunandi útgáfum af sjálfum sér og lufsast með gaffalinn í heimagerðu tagliatelle og vera æðislega sammála heilt kvöld?

Það er þessi hræðsla við það sem maður þekkir ekki vel sem gerir okkur svo lítil. Það er engin leið til þess að vaxa, læra, éta hatt sinn og verða meiri manneskja ef það er stanslaust verið að jánka ofan í pastadiskinn. Að raða í kringum sig já-fólki gerir ekki neitt fyrir neinn né að sitja heilu kvöldstundirnar yfir spegilmyndum sínum. Slíkt sendir líka frekar máttlaus skilaboð til afkomendanna við borðið.

Það er ekki laust við að það læðist að manni léttur kvíði við að sjá fram á samvistir við fólk sem er manni sjálfum frábrugðið. Alls konar fólk með alls konar hugmyndir og tilfinningar líkt og fyrirfinnst í skólastofum. En þar lærir maður. Ekki aðeins á bókina heldur að vinna með alls konar fólki, læra af alls konar fólki, bæði hvernig maður vill vera, og hvernig maður vill ekki vera.

Í forsíðuviðtali blaðsins ræðir Erla Hlynsdóttir, fréttastjóri DV, við Hrafnhildi Gunnlaugsdóttur kvikmyndagerðarkonu. Hún eignaðist dóttur með eiginkonu sinni og samkynhneigðum vinum þeirra. Saman mynda þau fimm manna fjölskyldu sem hreinlega geislar af. Foreldrarnir vinna vel saman og segja það ekki vera vandamál að vera fjögur um uppeldið enda eru alls konar fjölskyldusamsetningar sífellt algengari, sem litar lífið svo sannarlega bjartari litum.

Ástin er það mikilvægasta í heiminum og hana ber að heiðra. Til hamingju með Hinsegin daga og gerum alla daga Alls konar daga. Alls konar er best með ástina í fararbroddi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi