fbpx
Miðvikudagur 23.september 2020

Ég þekki barn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 8. febrúar 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég þekki barn. Barn sem, rétt eins og öll önnur börn, kom í heiminn án fyrirfram ákveðinna hugmynda um hvernig það yrði. Sem sá ekki liti, stétt eða stöðu. Barn sem smælaði framan í heiminn og vonaði að heimurinn gerði slíkt hið sama.

Ég þekki barn. Barn sem fæddist í arma yndislegra foreldra. Barn sem var boðið innilega velkomið í heiminn. Barn sem var knúsað og kysst, klætt og fætt. Barn sem var gefið nafn, gefið húsaskjól, gefin hlýja.

Ég þekki barn. Barn sem óx úr grasi. Allt í einu hætti heimurinn að smæla framan í það. Hlýjan, kossarnir og knúsin voru á bak og burt. Í staðinn kom hávaði, ofbeldi, grimmd. Áfengi, partí og rugl. Barn sem lifði skyndilega við ótta og óöryggi. Vissi ekki hvort yrði kvöldmatur þann daginn. Vissi ekki hvort það fengi kvöldsögu fyrir svefninn. Vissi ekki hvort það yrði kysst góða nótt.

Ég þekki barn. Barn sem var sent inn í herbergi þegar að partíið fór úr böndum. Látið dúsa þar á meðan lögreglumennirnir þrifu upp blóðið á eldhúsgólfinu. Síðan hleypt út þegar öll ummerki ofbeldis gærkvöldsins voru horfin. Hvar voru mamma og pabbi núna? Þau komu heim aðeins seinna og létu eins og ekkert hefði í skorist. Keyptu íburðarmiklar gjafir og elduðu sparimat. Allt var með kyrrum kjörum í smá stund.

Ég þekki barn. Barn sem faldi sig undir rúmi og verndaði yngri systkini sín á meðan foreldrarnir rifust. Á meðan foreldrarnir slógust. Sussaði á yngri systkinin og hélt fyrir augu þeirra. Vonaði að þau sæju ekki. Vonaði að þau heyrðu ekki. Vonaði að þau fyndu ekki fyrir agnarsmáu blóðdropunum sem lentu á dúnmjúkum vanganum, líkt og regndropinn sem fellur svo þunglamalega til jarðar og splundrast í þúsund agnir.

Ég þekki barn. Barn sem var lamið af foreldrum sínum. Barn sem var úthúðað. Látið líða eins og það væri einskis virði. Barn sem var hrætt um líf sitt. Barn sem var oft nær dauða en lífi.

Ég þekki barn. Barn sem samfélagið sneri baki við. Horfði í hina áttina. Var alveg sama.

Ég þekki barn sem varð að fullorðnum einstaklingi. Barn sem hætti að smæla því það var nokkuð ljóst að heimurinn myndi aldrei endurgjalda það. Barn sem var fullt af reiði. Stútfullt af öllum brostnum loforðunum. Fullt af glötuðum draumum og þrám. Barn sem skuldaði samfélaginu ekkert. Barn sem óx úr grasi og hætti að vera hrætt um líf sitt. Var bara alveg skítsama um hvort það myndi lifa eða deyja. Skítsama um allt.

Þetta barn er bara eitt barn af þúsundum barna sem lifa við óboðlegar og hættulegar heimilisaðstæður, sem gengur þvert gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og allri heilbrigðri skynsemi. Þessi börn týnast í kerfinu. Þessi mál eru of erfið til að tala um eða gera nokkuð í. Þess vegna horfum við bara í hina áttina og leyfum börnunum að týnast. Í staðinn er barist með kjafti og klóm fyrir því að hreinsa Ríkið með lögmannaher fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Mannréttindadómstól. Í staðinn er milljónum eytt í Bragga, Mathallir, hjólastíga, pálmatré. Í staðinn eru greiddar út himinháar starfslokagreiðslur. Veittur skattafsláttur. Lækkuð veiðigjöld.

Forgangsröðunin er bogin, nánast brotin. Ég held að við sjáum það öll, því ef ég þekki þetta barn þá þekkir þú eitt líka. Ekki loka augunum fyrir því. Ekki horfa í hina áttina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Maður lést í vinnuslysi á Hellissandi í morgun

Maður lést í vinnuslysi á Hellissandi í morgun
Kynning
Fyrir 4 klukkutímum

Forsýning í Brimborg: Nýi Mazda MX-30 rafbíllinn

Forsýning í Brimborg: Nýi Mazda MX-30 rafbíllinn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Seltirningur í rusli eftir að hafa misst stjórn á sér í beinni útsendingu – „Ertu moron?“

Seltirningur í rusli eftir að hafa misst stjórn á sér í beinni útsendingu – „Ertu moron?“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Tíu vinsælustu TikTok myndböndin

Tíu vinsælustu TikTok myndböndin
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Myndir af börnum hengdar upp á útidyrahurðina á heimili Áslaugar Örnu

Myndir af börnum hengdar upp á útidyrahurðina á heimili Áslaugar Örnu
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Bubbi um ástæðu slagsmálanna: „Ég sá mann girða niður um stelpu“

Bubbi um ástæðu slagsmálanna: „Ég sá mann girða niður um stelpu“