fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Bústinn Svarthöfði berar sig

Svarthöfði
Laugardaginn 3. október 2020 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði las frétt nýlega þar sem sagt var frá því að ungur drengur teldi sig þurfa að grennast eftir að hafa orðið fyrir aðkasti í skólanum. Þetta ýfði upp sársaukafullar minningar hjá Svarthöfða. Minningar sem hann hefur lítið talað um eftir að hann varð fullorðinn af því að Svarthöfði er karlmaður og karlmenn eiga að bryðja gler og skíta múrsteinum og umfram allt ekki vera vælukjóar

Svarthöfði getur þakkað það umræðu síðustu missera að hann er tilbúinn að berskjalda sig lítillega, ekki alfarið, en kannski svona smá. Eins og þegar pungurinn á eldri borgurum berar sig í sundlaugum, bara því að eðlismassi hans hefur rýrnað með aldrinum.

Það er kannski einmitt málið. Eðlismassi Svarthöfða er í dag minni og hann getur leyft tilfinningapung sínum að fljóta lítillega upp á yfirborðið.

Svarthöfði var bústið barn. Foreldrar hans voru verkamenn sem höfðu ekki efni á munaði eins og grænmeti og ávöxtum og því voru það bjúgu og franskbrauð sem Svarthöfði mátti neyta fram eftir aldri. Svo elskaði Svarthöfði líka að drekka kók úr dós með lakkrísröri líkt og aðrir pollar á hans reiki.

Það var reyndar ekki annað barn sem sagði Svarthöfða að hann væri bústinn. Það var fullorðna fólkið. Fullorðna fólkinu í skólanum misbauð að Svarthöfði fylgdi ekki hinni sænsku meðalkúrfu í þyngd og hæð og tilkynnti honum að hann væri í stórhættu á að drepast langt fyrir aldur fram vegna þyngdar. Svarthöfði var 12 ára.

Hvað á 12 ára barn að gera við þessar upplýsingar? Svarthöfði taldi sig of ungan til að þurfa að horfast í augu við dauðann, og vildi þar að auki ekki leggja það á foreldra sína sem auk þess höfðu um nóg annað að hugsa.

Því ákvað Svarthöfði að bæði hlýða og hlífa fullorðna fólkinu við ógnandi umfangi hans og hætti að borða. Það kom fyrir að hann féll í freistni, öll erum við mannleg og Svarthöfði er það líka, en Svarthöfði fann fullkomna lausn á því. Hann bara afsakaði sig frá matarborðinu inn á bað og skilaði matnum í klósettið beint úr kjaftinum.

Það tók mörg ár fyrir Svarthöfða að eiga aftur í heilbrigðum samskiptum við mat og læra að elska líkama sinn. Í dag er hann þó aðallega reiður yfir að það hafi verið fullorðnir einstaklingar sem rændu hann fjölda ára af sjálfsást, í algjöru tilgangsleysi því Svarthöfði er vel mjúkur í dag og elskar hvert kíló. Svarthöfða fer vel að vera með vömb og kallar hana velmegunarvömbina. Í samfélögum úti í heimi eru aukakíló oft talin merki um auð og háa stöðu í samfélaginu. Á Íslandi er það hins vegar merki um að tilheyra lægri stétt enda er hollustufæði orðið munaðarvara.

Í Bónus er hægt að kaupa frosna pitsu á hundrað krónur. Fitan á Svarthöfða er gangandi merki um sparsemi hans.

Þetta var tilfinninga-pungberskjöldun Svarthöfða. Því karlmenn mega víst í dag hafa tilfinningar og geta látið af þessu hvimleiða gleráti

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“