Fram kemur að verksmiðjan sé í Kazan og þar séu flugvélar, bæði fyrir herinn og almennt flug, framleiddar.
Gervihnattarmyndir, sem Yle hefur komist yfir, sýna að verksmiðjuhúsin hafa verið endurnýjuð og stækkuð.
Yle segir að tvær tegundir sprengjuflugvéla séu framleiddar í verksmiðjunni: Tu-160M og endurbætt útgáfa af Tu-22M3. Báðar þessar flugvélategundir hafa verið notaðar til að skjóta flugskeytum á Úkraínu.