fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Jón bendir á rangfærslur í málflutningi Einars

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. febrúar 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík benti, í þættinum Vikulokin á Rás 1, fyrr í dag á þær fullyrðingar Einars Þorsteinssonar núverandi borgarstjóra að Framsóknarflokkurinn hafi aldrei verið mótfallinn því að hafa Reykjavíkurflugvöll á þeim stað sem hann hefur alltaf verið séu einfaldlega rangar.

Jón tók undir með Heiðu Björg Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur, sem var einnig gestur í þættinum, um að framtíð flugvallarsvæðisins væri í nokkuð góðum höndum í samningum á milli ríkis og borgar. Hann sagði samninga ekki pólitíska og ef aðilar væru ósáttir við samning þá yrði einfaldlega að semja upp á nýtt.

Jón vék síðan næst að fullyrðingum Einars um að Framsóknarmenn hefðu aldrei talað fyrir því að flytja flugvöllinn:

„Það er ekki rétt. Steingrímur Hermannsson var kannski fyrstur til að impra á þessu.“

Steingrímur sem var lengi þingmaður, ráðherra og formaður Framsóknarflokksins flutti til að mynda þingsályktunartillögu árið 1976, með Guðmundi G. Þórarinssyni, þá varaþingmanni, um að skipa nefnd til að kanna þann möguleika að Reykjavíkurflugvöllur yrði fluttur út á Löngusker í Skerjafirði.

Þegar Steingrímur mælti fyrir tillögunni sagði hann meðal annars:

„Þá er einnig ljóst að landssvæði það, sem Reykjavíkurflugvöllur nú er á, er ákaflega verðmikið fyrir Reykjavíkurborg.“

Vildu flytja hann 2006

Jón Gnarr benti einnig á í Vikulokunum að fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 hefði Framsóknarflokkurinn haft þá stefnu að flytja flugvöllinn út á Löngusker:

„Til að nýta þetta svæði undir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og fyrir Háskólann.“

Ljóst er að Jóni finnst hin endalausa umræða um flugvöllinn ekki skemmtileg:

„Ég var svo glaður þegar ég hætti hjá borginni af því þá þyrfti ég aldrei að ræða flugvöllinn aftur.“

Hann segir að aldrei hafi hann losnað við umræðu um flugvöllinn á borgarstjóraárunum. Þegar hann hafi flogið í innanlandsflugi hafi honum alltaf verið að boðið að sitja í flugstjórnarklefanum og á meðan hafi flugmennirnir „röflað um flugvöllinn allan tímann.“

Jón bendir síðan á að skoðanir um Reykjavíkurflugvöll séu mjög skiptar.

Tekið eignarnámi

Jón segir það gleymast í umræðunni að sveitarfélögum sé tryggður skipulagsréttur í stjórnarskránni. Þar á hann væntanlega við 78. grein stjórnarskrárinnar þar sem kemur fram að sveitarfélög skuli sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.

Hann minnir á að landið sem Reykjavíkurflugvöllur stendur á hafi verið teikið eignarnámi af ríkinu. Vísaði Jón í þessu samhengi í að algengt væri að Sjálfstæðismenn, sem styðja að flugvöllurinn verði um kyrrt, vari við ofríki ríkisins.

Borgarstjórinn fyrrverandi og núverandi þingmaðurinn virðist því telja að ríkið hafi sýnt af sér ofríki gagnvart Reykjavíkurborg í málefnum flugvallarins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri