fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Náði ekki að klára áfanga við Háskóla Íslands og missti þannig réttinn til fæðingarstyrks námsmanna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. október 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðandi foreldri sótti um greiðslu fæðingarstyrks sem foreldri í fullu námi í febrúar á þessu ári. Umsókninni var þó hafnað með vísan til þess að viðkomandi hefði ekki verið við fullt nám eins og áskilið er lögum. Umsækjandinn hafði vissulega verið skráður í fullt nám, en hafði þó ekki tekist að ljúka öllum áföngum.

Starfsfólk Fæðingarorlofssjóðs útskýrði að þó að umsækjandinn hafi vissulega verið við fullt ár síðastliðna 12 mánuði þá hafi hann ekki uppfyllt skilyrði um námsframvindu, en hann hafði ekki staðist öll þau námskeið sem hann hafði sótt á tímabilinu. Vegna þessa var umsókn hans hafnað.

Umsækjandanum fannst þetta undarleg afstaða. Vissulega komi fram í lögum að uppfylla þurfi skilyrði um námsframvindu. Hins vegar sé hvergi í lögunum, eða á vefsíðu sjóðsins, að finna nákvæmari útlistun á því hvernig þetta skilyrði sé skilgreint. Að mati umsækjandans ætti engu máli að skipta hvort hann hafi náð áfanga eða ekki. Engu að síður vindi námi hans fram, þó að það gerist hægar en hjá mörgum öðrum.

Fæðingarorlofssjóður vísaði til þess að samkvæmt lögum þurfi að uppfylla skilyrði um námsframvindu. Umsækjendum beri að leggja fram staðfestingu frá skóla sínum um að hafa verið skráðir í fullt nám og að þeir hafi staðist kröfur um námsframvindu á þeim tíma. Heimilt sé að taka tillit til ástundunar náms í stað námsárangurs á þeirri skólaönn sem barn fæðist. Samkvæmt vottorði frá Háskóla Íslands hafi umsækjandinn í máli þessu verið skráður í nám við stjórnmálafræðideildina. Fæðingarorlofssjóður benti á að við þá deild sé fullt nám miðað við 30 einingar á önn og virðist sjóðurinn ganga út frá því að skilyrði um námsframvindu feli í sér að viðkomandi þurfi að hafa sannarlega lokið þessum einingum. Umsækjandinn í máli þessu hafi lokið 30 einingum á vorönn 2024 en aðeins 6 einingum á haustönn. Auk þess væri hann aðeins skráður í 14 einingar á yfirstandandi önn. Þar með hafi hann ekki verið í fullu námi og umsókn hans réttilega synjað.

Úrskurðarnefnd velferðarmála tók málið til skoðunar og tók undir með Fæðingarorlofssjóði – það nægi ekki að vera skráður í nám heldur þurfi að uppfylla kröfu um námsframvindu sem í þessu tilfelli var metið sem svo að viðkomandi þyrfti að hafa lokið 75-100 prósentum af þeim einingum sem jafngilda fullu námi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Það skilyrði var ekki uppfyllt í þessu tilviki og undantekningar laganna ættu ekki við. Afgreiðsla Fæðingarorlofssjóðs var því staðfest.

Úrskurðurinn féll í maí á þessu ári en var ekki birtur fyrr en nýlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Villi Birgis eys Kristján Loftsson lofi – „Það eru fleiri svona menn sem vantar í íslenskt samfélag“

Villi Birgis eys Kristján Loftsson lofi – „Það eru fleiri svona menn sem vantar í íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir leit í bílskúr

Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir leit í bílskúr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslandsbanki hafði betur í máli gegn konu með litríka fortíð – Flúði til Rússlands eftir meintar ofsóknir og beið afhroð í þingkosningum

Íslandsbanki hafði betur í máli gegn konu með litríka fortíð – Flúði til Rússlands eftir meintar ofsóknir og beið afhroð í þingkosningum