fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fréttir

María fær friðarverðlaun Nóbels

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. október 2025 09:18

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Corina Machado frá Venesúela hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels árið 2025. Fær hún verðlaunin fyrir „óþreytandi starf “ við að efla lýðræðisleg réttindi fólksins í Venesúela og fyrir baráttu sína fyrir friðsamlegri umbreytingu frá einræði til lýðræðis.

Nóbelsverðlaunanefndin tilkynnti þetta klukkan níu í morgun.

Í erindi sínu sagði Jørgen Watne Frydnes, formaður nefndarinnar, að María héldi loga lýðræðisins í Venesúela lifandi þrátt fyrir vaxandi myrkur. Hún væri eitt áhrifamesta dæmi hugrekkis í Suður-Ameríku á síðari tímum.

Ýmsir spáðu því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fengi verðlaunin fyrir að stuðla að friði á milli Ísraels og Hamas. Telja ýmsir að Trump muni gera tilkall til verðlaunanna á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Diane Keaton er látin

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun
Fréttir
Í gær

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni