fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fréttir

Kristjana: „Harðari refsingar myndu klárlega hjálpa til við að fæla fólk frá þessu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. október 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri miðla og efnisveitna hjá Sýn, segir að Ísland sé á eftir nágrannaríkjum sínum þegar kemur að baráttunni gegn ólöglegum sjónvarpsþjónustum. Kristjana ræðir þetta í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

„Ástandið er enn mjög slæmt. Við höfum verið í aðgerðum og munum halda þeim áfram en harðari refsingar myndu klárlega hjálpa til við að fæla fólk frá þessu,“ segir Kristjana í viðtalinu og er þar átt við svokallaðar IPTV-sjónvarpsþjónustur og Plex þar sem nálgast má sjónvarpsþætti og bíómyndir.

Margir hér á landi nýta sér þessar þjónustur, ýmist til að horfa á beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum eða til að nálgast nýjustu kvikmyndirnar og sjónvarpsþættina. Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að áætlað sé að 30 prósent heimila hér á landi séu með áskrift að IPTV-efnisveitum.

Bent er á það í frétt blaðsins að Svíar hafi ákveðið að herða refsingar við ólöglegu niðurhali og til umræðu sé að gera IPTV-sjónvarpsþjónustur ólöglegar. Kristjana kallar eftir samstöðu fjarskiptafyrirtækjanna og segir að Íslendingar ættu að horfa til landa í kringum sig varðandi reglur og refsingar. „Við erum því miður eftir á,“ segir hún við Morgunblaðið í dag þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Diane Keaton er látin

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun
Fréttir
Í gær

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni