fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 7. september 2025 17:30

Mikill fjöldi samankominn í vatíkaninu í morgun. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leó XIV páfi sagði áhorfendum við Péturskirkjuna í Róm að gera líf sitt að „meistaraverki“ þegar hann tók hinn 15 ára Carlo Acutis í dýrlingatölu. Hinn bresk-ítalski drengur lést árið 2006 úr hvítblæði.

Breska blaðið The Daily Mail greinir frá þessu.

Um 80 þúsund manns voru samankomnir í Vatíkaninu til að fylgjast með þegra Carlo var tekinn í dýrlingatölu. Lík hans hefur verið til sýnis í borginin Assissi.

Einnig var maður að nafni Pier Giorgio Frassati gerður að dýrlingi. Hann var 24 ára ítalskur fjallgöngumaður sem lést árið 1925 úr lömunarveiki. Stórar veggmyndir af báðum dýrlingum hengu uppi til sýnis.

„Dýrlingarnir Pier Giorgio Frassati og Carolo Acutis eru boðskort til okkar, sérstaklega til ungs fólks, að sólunda ekki lífum okkar, heldur að beina þeim upp og gera þau að meistaraverkum,“ sagði Leó. „Jafn vel þó að þessir ungu menn hafi veikst og líf þeirra hafi verið stutt þá stöðvaði það þá ekki frá því að elska og gefa sig guði.“

Mikill fjöldi

Hundruð kardínála, biskupa og presta komu víðs vegar að til að vera við athöfnina. Þá söng kór sistínsku kapellunnar undir stjórn kórstjórans Marcos Pavan.

Þetta eru fyrstu dýrlingarnir sem Leó tekur inn. Mynd/Getty

Sagði páfi að dýrlingarnir tveir hefðu verið dæmi um þá sem hefðu sýnt helgi og að hjálpa þeim sem þurftu á því að halda.

„Þið öll, við öll saman, erum kölluð til að verða dýrlingar,“ sagði Leó. Mannfjöldinn var svo mikill að Vatíkanið rúmaði hann ekki heldur flæddi hann yfir í Rómarborg sjálfa. Mikill fjöldi pílagríma var mættu til að verða vitni að atburðinum.

Áhrifavaldur guðs

Einkum er það Carlo Acutis sem hefur fengið athyglina. En hann var áhrifavaldur sem hafði gaman af tölvuleikjum en einnig forritun og skrásetti hann kraftaverk og ýmsa aðra atburði tengda kaþólsku kirkjunni. Hefur hann fengið viðurnefnið „áhrifavaldur guðs.“

Sjá einnig:

Pílgrímar flykkjast að líki „áhrifavalds guðs“ – Bresk-ítalskur táningur verður brátt að dýrlingi kaþólsku kirkjunnar

Lík hans er klætt í gallabuxur, Nike strigaskó og liggur í grafhýsi í Assissi. Þangað koma hundruð þúsunda á ári til þess að sjá hann. Hann átti ekki sérstaklega trúaða foreldra en var sjálfur mjög trúaður. Hann ólst upp skammt frá Mílanó og var þekktur fyrir að sína heimilislausu fólki og fórnarlömbum eineltis mikla mildi. Meðal annars færði hann fólki mat og svefnpoka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Albert er feitasti ísbjörn í heimi – Tvær ástæður fyrir þyngd hans

Albert er feitasti ísbjörn í heimi – Tvær ástæður fyrir þyngd hans
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alvarlegt mótorhjólaslys á Fjallabaksleið

Alvarlegt mótorhjólaslys á Fjallabaksleið
Fréttir
Í gær

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“
Fréttir
Í gær

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vara við innrás smitberandi kakkalakka á Kanaríeyjum

Vara við innrás smitberandi kakkalakka á Kanaríeyjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökumaður á buggy-bíl reyndi að stinga lögregluna af

Ökumaður á buggy-bíl reyndi að stinga lögregluna af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum